Úrval - 01.10.1945, Page 47
VONBRIGÐI
45
sig að sýna mér kurteisi. Hótel-
drengurinn gerir áreiðanlega,
það sem hann getur, til að út-
vega mér bíl — það get ég sagt
yður. Hann veit sem sé, að nái
hann í bíl fljótlega, fær hann
góðan skilding, en láti hann
mig bíða, fær hann ekkert.“
Ég heyrði að hann var að
leita að vindlingaveski sínu.
Glampinn frá kveikjaranum
lýsti upp holdugt andlit mið-
aldra manns. Hann var með
hvítan trefil um hálsinn.
„Sagði ég ekki.“ Rödd hans
var sigrihrósandi. „Hérna kem-
ur hann.“ Og hann beindi vasa-
ljósinu að leigubíl, sem ók hægt
til okkar. Hóteldrengurinn stóð
á stigbrettinu. Aðskorinn ein-
kennisbúningur hans var gegn-
votur og lagðist þétt að grönn-
um líkamanum.
„Þá erum við komnir, herra
Robertson.“ Hann nötraði af
kulda, en reyndi að láta sem
ekkert væri.
„Farið þér upp í Craig.“
Hann steig upp í bílinn á eft-
ir mér og lét fallast niður í sæt-
ið. Fyrst beindi hann vasaljós-
inu, á hóteldrenginn, sem stóð
skjálfandi við bílhurðina, en því
næst á gullúr, sem hann bar á
loðnum úlnliðnum.
„Þú lézt mig bíða í fimm
mínútur,“ sagði hann við dreng-
inn.
„Þú færð aðeins einn shilling
í kvöld.“
„Gott og vel, kapteinn
Robertson. Ætlið þér til Cheyne
Row, herra?“
„Er yður sama, þó að ég
fari fyrst úr?“
„Alveg sama,“ sagði ég.
„Það er í leiðinni.“
Drengurinn sagði bílstjóran-
um hvert hann ætti að aka, og
sneri sér svo að Robertson.
„Góða nótt, herra.“
„Góða nótt, drengur minn.“
Bílstjórinn opnaði millirúð-
una.
„Þér verðið að borga auka-
gjald.“
„Allt í lagi með það,“ sagði
Robertson, með ánægjurödd
manns, sem hefir borðað reglu-
lega góðan miðdegisverð. Hann
hallaði sér aftur á bak og lét
fara vel um sig. Hann angaði af
vindlareyk og dýrum hárvötn-
um.
„Þar er auma bölvuð plágan,
þessi vandræði með að ná í bíla.
Það er ekki neinn leikur að
borða úti á kvöldin nú orðið.
Reyndar er hvergi ætur matur,
það er sama hvar er. Klúbbur-