Úrval - 01.10.1945, Side 48
46
ÚRVAL
inn minn er farinn í hundana,
og auðvitað er ómögulegt að
borða á matsöluhúsum.“
„Ég held að matsöluhúsin séu
ekki sem verst,“ sagði ég.
„Það stafar af því, að þér
eruð svo ungur. Þér vitið ekki,
hvað góður matur er, og kunnið
þar af leiðandi ekki að meta
hann. Þér skuluð hafa mig fyr-
ir því, að fátt veitir meiri
ánægju í lífinu en reglulega góð
máltíð — með góðu víni, auð-
vitað.“ Hann þagnaði og blés
þungan.
„Ég hefi ánægju af góðri mál-
tíð öðru hvoru,“ sagði ég, því
að ég var í hálfgerðum vand-
ræðum með að svara. Honum
virtist gremjast þetta.
„Þér hafið samt eins mikla
ánægju af ýmsu öðru, býst ég
við. Það er gallinn við yngri
kynslóðina. Hana skortir smekk.
Ekki einungis að því er snertir
mat. Tökum til dæmis kvik-
myndirnar. Kærið þér yður
nokkuð um reglulega góðar
kvikmyndir ?“
„Jú, talsvert."
„Það getur verið að þér ger-
ið það, en allur þorri samtíma-
manna yðar gera það ekki. Ekki
svo að skilja, að ég hafi ekki
verið eins og þér, þegar ég var á
yðar aldri — fullur af háleitum
hugsjónum um betri heim, en
með takmarkaðan skilning á
siðmenningunni. Þegar ég kom
aftur til Englands eftir síðasta
stríð, uppgötvaði ég tvennt: I
fyrsta lagi, að allt fjasið um
betri heim, var barnaskapur,
og í öðru lagi, að mig skorti
siðmenningu.“
Hann tók sér málhvíld og fór
einu sinni enn að fikta við
kveikjarann. Ég sneri mér að
honum, og þegar hann kveikti
í vindlingnum, fékk ég gott
tækifæri til þess að virða hann
fyrir mér. Andlit hans var
hrukkótt, skvapkennt og rautt.
Augun voru blóðhlaupin, og
það lagði af honum brennivíns-
þef.
„Ég er að segja yður, að ég
komst að raun um, að mig
skorti siðmenningu/1 sagði
hann ákveðinn, eins og ég hefði
verið að andmæla honum. „Og
því tók ég mig til og fór að
kynna mér, hvernig maður eigi
að lifa lífinu. Ég hafði erft hús
í Cheyne Row; það var mér
mikil stoð, og svo fór ég að lifa
siðmenningarlífi . . . .“
Hann hélt áfram að tala með-
an bíllinn smaug í gegnum
rigninguna í áttina til Chelsea;