Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 50
48
ÚRVAL
áfram að tala. En ég hlustaði
ekki lengur á orðin, sem hann
sagði. Ég hlustaði á dauðann
innri mann hans, þótt ég gæti
ekki gert mér ljóst, hvernig ég
fór að því. Holdugur búkurinn
lifði góðu lífi. En andinn var
steindauður.
Ég var hættur að hlusta á
hann, en af raddblænum varð
ég þess var að hann var að
spyrja mig einhvers.
,,Afsakið,“ sagði ég kurteis-
islega.
„Ég var að spyrja yður, hvort
þér sæuð margar leiksýningar
í London?“
„Nei, þær eru ekki margar“
„Ég sá dæmalaust góða sýn-
ingu hérna um kvöldið. Lagið
var fyrirtak. Hvernig var það
nú aftur? Jú, nú man ég það:
„Ég verð kátur, þegar kveikt
verður í London.“ Skemmtileg
hugmynd. Ég man, að það var
eins og ég væri lýstur upp af
fögnuði, þegar gamla stríðinu
lauk. Okkur var öllum svona
innanbrjósts. Ó, það var nú
öðruvísi styrjöld. Maður gat að
minnsta kosti hlakkað til að fá
leyfi í þá daga. Þér vitið, að ég
var vel kunnugur systur yðar.
Drottinn minn dýri, hvað hún
var yndisleg manneskja! Ég
býst við, að þér munið varla eft-
ir henni?“
Ég laug. „Ákaflega óljóst."
„Hún var dásamleg stúlka.
Allir piltarnir í minni herdeild
voru bálskotnir í henni. Ég
man eftir því, þegar ég hitti
hana í fyrsta sinn. Það var á
dansleik á Belgrave Square. . .“
Hann fór að segja mér frá
fyrstu kynnum þeirra, og ég
starði út á dökkt, regnvott
strætið. Ég mundi vel eftir
systur minni; það þurfti ekki að
mina mig á hana. Ég var ellefu
ára þegar hún dó, og hún stend-
ur ljóslifandi fyrir hugskotsjón-
um mínum. Ég laug að honum,
af því að ég vildi ekki að við
ættum sameiginlegar minning-
ar.
En meðan hann var að segja
mér frá dansleiknum á Belqrave
Square og bíllinnþokaðistáfram
gegnum regnið og myrkrið, fór
ég að hugsa um kvöldið, sem
ég veit nú, að mér mun aldrei
úr minni líða.
Ég man hérumbil hvert orð,
sem talað var þetta kvöld, en
ég man ekki dagsetninguna. Ég
held að það hafi hlotið að vera
um haustið 1915. Systir mín
hafði lofað mér því, að væri ég