Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 51
VONBRIGÐI
49
fljótur að baða mig, skyldi hún
segja mér ævintýri, áður en ég
færi að sofa.
Ég var í sloppnum mínum og
hnipraði mig saman í hæginda-
stól niðri í borðstofunni. Ég var
að hlusta á, hvað ævintýra-
prinsessan sagði við prinsinn.
„Hafði ævintýraprinsessan
brúnt hár eins og þú?“
„Já, Ronald.“
„Og átti hún heima í
London?“
„Já. Hún átti heima í
London.“
Klukkan sló sjö.
„Nú er kominn tími til að
fara í rúmið, Ronald.“
„Nei, nei, María. Ég veit ekki
enn, hvernig ævintýraprinsinn
leit út.“
Dyrabjallan hringdi.
„Má ég fara til dyra?“
„Nei, Vera fer til dyra.“
Ég hlustaði óþolinmóður á
þungt fótatak Veru, þegar hún
kom upp úr kjallaranum.
„Hver heldur þú að þetta sé,
María?“
„Ég veit ekki. Kannske ein-
hver að fina mömmu.“
Ég heyrði að Vera opnaði
útidyrnar og að sagt var með
karlmannsrödd: „Er ungfrú
María heima?“
Systir mín stökk á fætur og
flýtti sér fram.
,,Stefán!“
Hann gekk inn í herbergið.
„María, ég var svo hræddur
um, að þú værir ekki heima!“
„Þú ferð þó ekki aftur til víg-
stöðvanna?“
„Jú.“
„En þú ert varla gróinn enn.“
„Allt í lagi með mig. Og auk
þess þurfa þeir á liðsforingjum
að halda, það veiztu.“
Það var þögn andartak. Ég
var feginn, að hann hafði ekki
tekið eftir mér, þar sem ég var
samanhnipraður í stólnum, því
að ég gat glápt á hann eins og
mig lysti. Ég hafði oft séð liðs-
foringja áður, en engan honum
líkan. Hann var hár og grann-
ur, með djúpblá augu og ljóst
hrokkið hár.
„Mömmu þykir ákaflega leitt,
að hafa ekki hitt þig.“
„Ég vissi ekki, að mamma þín
var ekki heima. Á ég að fara?“
„Nei, vertu kyrr, Stefáru“
Þá tók hann eftir mér.
„Halló! Er þetta bróðir
þinn?“
„Já. Ronald stattu upp og
heilsaðu manninum!“
„Komdu sæll,“ sagði hann.