Úrval - 01.10.1945, Side 54
52
tJRVAL
mikill vinur systur minnar í
síðasta stríði.“
Hann flissaði. Það var bjána-
legt fliss.
Ættarnafn hans var Róbert-
son,“ sagði hann.
„Eigið þér við, að þér séuð
Stefán Róbertson?“ spurði ég,
og hefi sennilega ekki getað
leynt því, að mér var brugðið.
„Hver djöfullinn haldið þér
að ég sé? Ég væri að öllum lík-
indum mágur yðar, ef spænska
veikin hefði ekki komið til
skjalanna."
Ég starði með viðbjóði á þrút-
ið andlit hans. Mér datt í hug
myndin í myndabókinni minni.
Ég slökti á vasaljósinu.
„Góða nótt,“ sagði hann.
„Komið eitthvert kvöld og fáið
yður glas. Mér þætti reglulega
vænt um það.“
Ég rétti honum vasaljósið.“
„Þakka yður fyrir,“ sagði ég.
„Góða nótt.“
Þegar bíllinn var að snúa við,
sá ég að heilagur Georg var að
fitla við útidyralykilinn sinn og
riðaði á fótunum.
<X>$00
Kraftaverkið, sem brást.
Prestur nokkur í lítilli sókn ákvað að sýna söfnuðinum lif-
andi tákn þess hverja þýðingu Hvítasunnan hefði. Hann afhendi
því gamla írska hringjaranum dúfu með svofelldum fyrirmæl-
um: „Pat, þú átt að fara með þessa dúfu upp á kirkjuloftið á
Hvítasunnudaginn á undan messu. Þegar þú heyrir mig segja:
„Og heilagur andi steig niður í dúfuliki," þá átt þú að sleppa
dúfunni niður í kirkjuna.“
A Hvítasunnudag var kirkjan þéttskipuð fólki. Þegar prest-
urinn hrópaði: „Og heilagur andi steig niður í dúfuliki,“ leit
hann upp, en engin dúfa kom, og hélt hann því áfram ræðunni.
Nokkru síðar hrópaði hann enn hærri röddu: „Og heilagur andi
steig niður i dúfu liki!“ En ekkert skeði. Hélt hann nú að
hringjarinn hefði sofnað uppi á loftinu, og hrópaði í þriðja sinn,
miklu hæst. Þá heyrðist vesældarleg rödd ofan af loftinu: „Prest-
ur minn, kötturinn át heilagan anda. Á ég að sleppa kettinum
niður?“
— E. Gorman í „Magazine Digest.“