Úrval - 01.10.1945, Page 55
Hvað mega sín staðreyndir imót
framburði fagurrar konu?
Rómantískir glœpir í Frakklandi.
Grein úr „Encore“,
eftir Joseph Shearing.
J^RAKKLAND hefir lagt
drjúgan skerf til glæpa-
mála nítjándu aldarinnar.
Franskir glæpir eru ekki ein-
göngu ákaflega áhrifamiklir,
óvenjulegir og kynlegir, heldur
eru og franskar glæparann-
sóknaaðferðir, dómar og refs-
ingar mjög eftirtektarverðar —
að minnsta kosti fyrir þá, sem
áhuga hafa á slíkum hlutum.
Hinar löngu og ítarlegu yfir-
heyrslur, sem bæði fara fram í
opnum réttarsal og einnig milli
sakbornings og rannsóknar-
dómara í einrúmi, eru skráðar á
firnin öll af málsskjölum og
skýrslum, sem eru þar af leið-
andi hárnákvæmar heimildir um
frönsk afbrot og leyndarmál.
Það er líka mjög áhrifamikið
að veita athygli hinum rökræna,
skarpa og miskunnarlausa hug
hins franska dómara eða lög-
fræðings gagnvart háspenntri
tilfinningasemi fangans, sem þó
er oft blandin kaldhæðni og
hroka; þjóðernislegar andstæð-
ur í skapgerð valda oft rifrildi
milli dómara, kviðdómara, sak-
bornings og vitna. Yfirheyrsl-
urnar, sem okkur koma ókunn-
uglega fyrir sjónir, verða mikl-
um mun stórfenglegri, ef sak-
borningur er kona og ef hún er
ákærð fyrir morð. Frönsk
glæpakvendi eru sérlega at-
hyglisverðar persónur, ef ekki
allar, þá að minnsta kosti flest-
ar.
María Boyer, sem var dóttir
heiðarlegs kaupmanns, hafði
hlotið menntun í klaustri og
óskaði eftir að verða nunna,
grætur beisklega þegar móðir
hennar fer með hana heim, við
aauða föðurins. Henni er lýst
svo, að hún hafi verið „lágvax-
in, dökkhærð, fríð sýnum og
tepruleg.“ Móðir hennar á elsk-
huga, ungan þorpara, Vitalis að
nafni; hann kemur sér í mjúk-