Úrval - 01.10.1945, Page 60
58
tJRVAL
tilfinninga er rödd skynseminn-
ar kæfð.
En það er ekki hægt aðganga
framhjá vitnisburði sérfræðing-
anna. Fjórir þeirra eru á þeirri
skoðun, að hótanabréfin séu
ekki skrifuð af la Ronciére,
heldur af Maríu de Morell, sem
hafi breytt rithönd sinni, en
farist það klaufalega. Pappxr-
inn, sem bréfin eni skrifuð á, er
samskonar og í skrifbókxim
hennar — sjaldgæf tegund.
Enginn hefir séð þessi bréf af-
hent; hið síðasta barst, þegar la
Ronciére var í fangelsi. Stúlkan
sýndi móður sinni það allt í einu,
þegar þær voru í ökxiferð, og
sagði, að því hefði verið þrýst
í lófa sinn, er hún lét hendina
hanga út um vagngluggann.
Sérfræðingarnir halda því
fram, að það hafi þurft þrjá
menn til þess að reisa stiga upp
að svefnherbergisglugga stúlk-
unnar, svo að hægt væri að
komast inn í það; enginn sá eða
heyrði ofbeldismanninn, og eng-
in nema ung, ensk kennslukona
vissi um glæpinn, fyrr en for-
eldrunxxm var skýrt frá honxim
morguninn eftir. Sár stúlkunn-
ar voru svo óveruleg, að hún tók
þátt í dansleik þrem dögum síð-
ar eins og ekkert hefði í skorizt.
Stúlkan hafði áður verið
staðin að því að skrifa nafn-
laus bréf og ljúga upp sögum,
og móðir hennar hafði verið til-
neydd að ávíta hana fyrir að
lesa skáldsögur í pukri. Hún sá
ofsjónir öðru hvoru, féll í dá og
var yfirleitt taugaveikluð. Hún
sagði, að eitt bréfið hefði ver-
ið fest með nagla á herbergis-
vegginn — það var ómögxxlegt,
því að veggurinn var úr steini.
La Ronciére getur sannað
hvar hann var staddur hina ör-
lagaríku nótt — þrjú heiðarleg
vitni votta, að hann hafi verið
heima hjá sér, og útidyrahurð-
in var harðlæst alla nóttina.
María segir, að árásarmaðurinn
hafi verið með raxiða hermanna-
húfu á höfðinu — en ekkert
slíkt höfuðfat þekktist í Samur,
allar hermannahúfur eru bláar.
Þegar stúlkan er spurð frekar
út í þetta, segir hún ,,að sér hafi
ef til vill skjátlast." Glerið úr
herbergisglugganum liggur á
höllu þakinu. Hún er ekki rann-
sökuð af læknum, fyrr en þrem
mánuðum eftir „árásina," lækn-
arnir votta að hún sé stálhraust
— engin merki um sár eða
þungun eins og hótað var í bréf-
unum, og ekki heldxir vottur xim.
neitt ofbeldi.