Úrval - 01.10.1945, Síða 61
RÓMANTlSKIR GLÆPIR I FRAKKLANDI
59
Hvað gagna svo þessar ótví-
ræðu sannanir ?
Þeim er hafnað af hinum mikla
meirihluta — Morellf jölskyldan
er viti sínu fjær af bræði. Hefir
nokkur heyrt annað eins, að
gruna þessa hreinlífu, sextán
ára mey um að hafa skrifað
þessi „djöfullegu" bréf, þessi
ruddalegu orð, hafa hugsað
þessar hugsanir og bruggað slík
vélráð? Þessi unga, klaustur-
menntaða stúlka, sem hefir ekki
lesið neitt nema biblíuna (og
nokkrar skáldsögur í pukri), er
svo saklaus og fáfróð, að móðir
. hennar hefir aldrei þorað að
spyrja hana um, hvað gerðist
nóttina óttalegu. „Ég hefi virt
æsku hennar,“ segir hin göfuga
húsfrú með fjálgleik í vitna-
stúkunni, og samúðarkliður fer
um salinn.
Ungfrú Allen, kennslukonan,
, sem kom að stúlkunni, þar sem
hún lá á gólfinu, „lauslega
bundin með vasaklút og snæri,“
og heyrði fyrstu útgáfu frá-
sagnarinnar, er haldin svo mikl-
um „enskum tepruskap,“ þegar
hún er yfirheyrð, að maður veit
varla hvað hinn ungi maður er
ákærður fyrir: „ . . . harm reif
af mér náttkjólinn, klóraði mig,
stökk á mig og sagði — „þetta
er nóg hjá henni,“ segir María
eins og í leiðslu, og langflestir
trúa henni, þrátt fyrir álit sér-
fræðinganna, þrátt fyrir heil-
brigða skynsemi.
Því er haldið fram, að hin
einkennilegu veikindi stafi af
taugaáfalli, er sé afleiðing árás-
arinnar — læknarnir lýsa yfir
því, að milli dásvefnsins og
krampakastanna sé hún full-
komlega með sjálfri sér og hafi
fullt vit.
Enginn veitir því athygli, að
„hið göfuga og saklausa fórn-
arlamb“ þjáist af móðursýki á
háu stigi, að hún er haldin sjúk-
legri lygaástríðu, það sem á nú-
tímamáli er kallað „schizoph-
rene“ (það, að lifa í ímynduðum
heimi), að kynferðislíf henn-
ar er óheilbrigt, að bréfin eru
alls ekki „djöfulleg,“ en aðeins
bjánaleg, að þau fjalla einvörð-
ungu um kynferðisleg efni, að
í þeim er ekkert sem skóla-
stúlka gæti ekki hafa heyrt —
að „ruddalegu orðumun“ ekki
undanskildum, því að þau eru
algeng í setuliðsborg — og að
rithátturinn er léleg stæling á
stíl Lamartines, George Sand og
Scotts.
Engum dettur í hug að rann-
saka innræti og æviferil ungfrú
8*