Úrval - 01.10.1945, Page 64
Norsku hermennimir, sem á stríðsárunum
héldu vörð á frjáls-norskri grund, eru
knnningjar okkar Islendinga!
I heimsstyrjöld á heimsskauti.
Grein úr „The Wide World Magazine“,
eftir „Einn af átján“.
■|7G VAR meðlimur í átján
manna norsku liði, sem
hafði um skeið aðsetur sitt á
Islandi. Þetta lið var „óviður-
kenndur" her á tímabilinu júlí -
nóv. 1940. Það er bezt að hefja
frásögnina með því að skýra
lítillega frá þessari þunnvöxnu
herdeild.
1 júnímánuði 1940, þegar
Þjóðverjum heppnaðist loks að
hernema Noreg til fulls, tóku
ungir Norðmenn að flýja úr
landi í stríðum straumum. Ég
var einn þessarra lánsömu
manna og tókst að komast fljótt
á brott.
Við vorum frjálsir félagar,
sem beindum bátkríli út á Norð-
ursjó í von um að ná landi við
Englandsströnd. Við höfðum
meðferðis lítinn vasa-áttavita,
en þegar út á rúmsjó kom,
hrepptum við sunnan storm-
viðri, svo okkur var ókleift
að halda fyrirhugaðri stefnu.
Er við höfðum siglt „beint af
augum“ dögum saman, litum
við land og komumst brátt að
raun um, að við vorum hvorki
staddir á Skotlandi eða Eng-
landi, heldur á Islandi!
Við héldum nú til höfuðborg-
ar landsins, Reykjavíkur, og
dvöldum þar í gistihúsi Hjálp-
ræðishersins. Ekki leið á löngu
þar til hópurinn stækkaði. Bætt-
ust okkur nokkrir leiðangurs-
menn, sem haft höfðu vetursetu
á Grænlandi, og litlu síðar áhöfn
annars fiskibáts frá Noregi.
Vorum við þá orðnir tíu talsins.
Ellefti maðurinn, sem gekk í
félagsskap okkar, var Bergen-
búi. Hann hafði flúið til Finn-
lands, komizt þar hjá kyrrsetn-
ingu og gerst skipsverji á
finnsku skipi. En brezki flotimi
hertók skipið og sigldi því til
íslands, og gekk hann þá í lið