Úrval - 01.10.1945, Page 73
1 HEIMSSTYRJÖLD A HEIMSSKAUTI
71
mílna langri símalínu, á einum
og sama sólarhring, og var þó
víðast yfir firnindi að fara
Annar maður, liðþjálfi, sem var
fyrrum prófessor við háskólann
í Oslo, stundaði ísbjarnaveiðar
af kappi. Hann gerði það sér til
gamans að vita hve mikið hann
þyrði að nálgast þessar risa-
skepnur, áður en hann spennti
gikkinn! Hann hleypti metinu
niður í fjóra metra! Þriðji ná-
unginn elti eitt sinn kind, —
eina af áðurnefndum — í 18
stundir samfleytt, og barst sá
leikur víða vegu, þar til ærin að
síðustu örmagnaðist. En hann
hafði forðum daga fengist við
hundatamningar og var því
hlaupunum vanur. Svo var
þarna enn einn karl, sem ekki
hafði augum litið lifandi skóg-
arhríslu í 16 ár! Áður en hann
kom til Jan Mayen var hann
veiðimaður á Spitzbergen og
hafði á þeim tíma aldrei farið
sunnar en til íslands í sumar-
lejófum sínum.
Einn hinna skringilegustu
viðburða, sem á daga okkar
dreif á Jan Mayen, skeði sum-
arið 1943. Varpaði þá amerískt
herskip akkerum við eyna og
bauð skipherrann norsku liðs-
foringjunum til kvöldverðar um
borð. Gestirnir tygjuðu sig sín-
um bezta búnaði, snjáðum loð-
húfum, bættum skinnbrókum,
stormúlpum og þungum skíða-
skóm. öðrum fatnaði höfðu þeir
ekki að skarta, en þeir snyrtu
hár og skegg og reyndu af
fremsta megni að raspa sorann
af ótútlegum höndunum. Að svo
búnu skunduðu þeir til skips.
Kolsvartir skipsþjónar í hvít-
um búningi vísuðu þeim inn í
hinn veglega borðsal með fram-
reiddum mat á fannhvítum dúk-
um, fægðum silfurborðbúnaði
og glampandi glösum. Gólfið,
sem var úr „parkett,“ var svo
spegilgljáandi, að þeir þorðu
varla að drepa á það fæti. í
sömu svipan birtist skipherrann,
klæddur hvítum fötum, tandur-
hreinum, með langan orðuborða
á brjósti. Þá varð Norðmönnun-
um litið á sinn eigin klæðaburð
og hrukku bros á varir. En
samt fór nú svo, að allir undu
sér hið bezta í boði þessu.
Slík ævintýri voru sannarlega
ekki dagleg fyrirbæri á Jan
Mayen. Líf okkar var óblítt, en
þó einhvernveginn viðkunnan-
legt. Við erum, að vonum,
hreyknir yfir því, að við höf-
um aldrei brugðizt brezku veð-