Úrval - 01.10.1945, Page 74
72
ÚRVAL
urfræðingunum, því að hinar
þýðingarmiklu veðurlýsingar
okkar hafa ætíð borizt á rétt-
um tíma.
Við höfum þessi stríðsár ekki
verið í allra augsýn og umtali
og getum varla talið okkur til
tekna þátttöku í bardögunum.
Raunar gerðu Þjóðverjar all-
margar loftárásir fyrstu tvö
sumrin, en ollu engum spjöll-
um. Við sáum líka nokkra þýzka
kafbáta, en þeir héldu sig ávalt
utan skotfæris.
En enda þótt líf okkar skorti
hin æsilegu ævintýri, erum við
fullvissir um að við höfum
skilað góðu dagsverki, og ekki
rýrir það gleðina, að það var
unnið á norskri fósturgrund.
Æfing skapar meistaraim.
A dansleik í gistihási.
„Kunnið þér að hnýta þverslaufu. Konan min gerir það alltaf
fyrir mig og án hennar er ég hjálparvana."
„Já, komið upp á herbergi til mín.“
Þegar þangað kom, sagði sá síðari: „Leggist nú á rúmið.“
Síðan hnýtti hann forkunnarfagra slaufu.
„Þakka yð'ur fyrir,“ sagði hinn. „En hvers vegna þurftuð þér
að láta mig leggjast á rúmið?“
„Ég er vanastur því þannig. Ég er jarðarfararstjóri.“
cso
Hafið þér líkþorn.
Engum manni er vorkennt þótt hann hafi líkþorn, en þó valda
líkþorn meiri sársauka en margur gerir sér ljóst. Engum dett-
ur í hug að spyrja kunningja sína hvernig gangi með líkþornin
enda myndu flestir móðgast við slíka spurningu. En í sann-
leika sagt geta líkþornin valdið slíkum sársauka, að mestu
stillingarmenn missi allt taumhald á skapsmunum sínum.
Við skulum hafa þetta í huga áður en við fellum dóma um
menn, sem rjúka upp á nef sér „án minnsta tilefnis."