Úrval - 01.10.1945, Síða 75
Vísindamenn eru enn a<$ velta fyrir sér
spumingunni um
Líf á öðrum stjörnum.
Úr „Science Digest“,
eftir Fritz Leiber jr.
DAMKVÆMT tveim spánnýj-
^ um kenningum, sem stjarn-
fræðingar eru nú að athuga,
eru í vetrarbrautinni okkar ef
til vill hundruð eða þúsund
miljónir reikistjarna.
Á flestum þessum stjörnum
kann að vera líf eins og hér.
Þegar við á heiðríkri vetrar-
nóttu virðum fyrir okkur hinn
alstrinda himinn, beinum við ef
til vill augunum að ótölulegum
grúa af ,,jörðum,“ þ. e. reiki-
stjörnum, sem hafa vatn, súr-
efni, köfnunarefni, og yfirleitt
allt það, sem er frumskilyrði
þess að líf geti þróazt. Stjörnur
þessar eru svo líkar móður jörð,
að það er næsta ósennilegt að
þar sé ekkert iíf. Þær eru hins-
vegar svo litlar og f jarlægar, að
þær sjást ekki í stærstu kíkir-
um.
Þessi kenning brýtur mjög í
bága við gamlar og rótgrónar
hugmyndir vísindanna, en sam-
kvæmt þeim er næsta fátítt að
sólir hafi fylgihnetti. Álitið var
að þær rynnu hin löngu ævi-
skeið sín einar síns liðs.
Samkvæmt ríkjandi kenning-
um eru ekki nema fáeinar þús-
undir sólkerfa í vetrarbrautinni
okkar, og harla litlar líkur fyrir
því að reikistjörnur þessara sól-
kerfa hafi að bjóða þau skilyrði,
sem lífinu eru nauðsynleg.
Reikistjörnur okkar sólkerfis,.
aðrar en Jörðin og ef til vill
Mars, eru ýmist allt of heitar
eilegar kaldar til þess að líf geti
þróast á þeim. Sumar hafa
ekkert andrúmsloft og á Júpí-
ter er andrúmsloftið þrungið
banvænum loftegundum.
Höfundar gömlu kenninganna
eru tveir Bandaríkjamenn,
Moulton og Chamberlin, svo og
Englendingurinn Sir James
Jeans. Þeir gerðu ráð fyrir því
að „slettur" úr sólinni okkar
hefðu slöngvast út í geiminn