Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 79
LlF Á ÖÐRUM STJÖRNUM
77
stirnin svonefndu. Tvístirnin
snúast hvort um annað og eru
alþekkt fyrirbæri.
Haldane segir, að fyrst okk-
ar sól hafi orðið fyrir níu Ijós-
einda-árásum, hafi aðrar sólir
ekki heldur farið varhluta af
þeim. Er því sennilegt að sól-
kerfin í vetrarbrautinni skipti
hundruðum miljóna.
Kenning þessi væri mjög
athyglisverð þó að rök lægju
ekki til hennar. En margt bend-
ir til þess að hún sé rétt.
Árið 1943 voru teknar nokkr-
ar myndir af tvístirninu 61
Cygni, tveim litlum, rauðum sól-
um, sem snúast hvor um aðra.
Gangur þeirra reyndist óreglu-
legur og er ekki unnt að skýra
það á annan veg en þann, að
önnur stjarnan hafi fylgihnött
eða reikistjörnu. Þetta er fyrsta
reikistjarnan sem fundin hefir
verið utan okkar eigin sólkerf-
is, og er hún um það bil 16 sinn-
um þyngri en Júpíter.
61 Cygni er nágranni okkar,
reiknað á stjarnfræðilega vísu.
Ljósið frá henni berst hingað á
11 árum, en það fer 300.000 km.
á sekúntu hverri. Það er aug-
ljóst rnál, að ef þessi nágranni
okkar hefir fylgihnött, hlýtur
það að vekja efasemdir um
sannleiksgildi gömlu kenning-
anna um reikistjörnurnar.
Vísindamenn eiga ekki langt
í land að smíða rakettu, sem
flogið getur út fyrir endimörk
gufuhvolfsins okkar. V-2 rak-
ettan, sem Þjóðverjar notuðu
gegn Englendingum í hefndar-
skyni fyrir ófarirnar í styrjöld-
inni, gat farið 125 km upp í
háloftin. Sérfræðingar á sviði
rakettu-flugs halda því fram, að
með tækni og þekkingu nútím-
ans megi smíða rakettu, sem
getur yfirstigið aðdráttarafl
jarðar og flogið út í geiminn.
Kannske mun reynast kleift
að smíða rakettu, sem flogið
getur til fjarlægra sólkerfa.
Munum við þá máske kynnast
nýjum stjörnum og lífverum
gerólíkum þeim, sem við nú
þekkjum.
• •
Tveir sjóliðar eru að tala saman:
„Ég vorkenni veslings mömmu. 1 tuttugu ár hefir hún reynt
að kenna mér að fara snemma á fætur, brjóta saman fötin min,
bursta skóna mína, borða hollan mat og fara snemma að hátta.
Síðan ég kom í sjóliðið hefi ég lært þetta allt á tveim vikum.“