Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 80
Mér er minnisstæöur
Drengur, sem ég jeekkti.
Tír „Reader’s Digest“.
Eftir E. B. Wliite.
A F ÖLLUM þeim mönnum,
sem ég hefi kynnzt, verður
mér jafnan minnisstæðastur
drengsnáði einn, sem ég ólst upp
með, en hefi sjaldan séð að und-
anförnu. Oft verður mér hugs-
að til hans. Stöku sinnum sé
ég honum bregða fyrir, hjá
hornglugga á búð, eða bara
í snyrtiherbergi karlmanna.
Stundum horfi ég annarshugar
á son minn, sem nú er níu ára að
aldri, og þá sé ég hinn dreng-
inn í sporum hans, viðbrigða-
líkan en óhöndlamegan, eins og
draumsýn. En þó að líkamleg
tilvera hans sé þannig dálítið
vafasöm, og þó hann birtist mér
aðeins af tilviljun, mundi ég
vera glaður án hans. Hann er
drengurinn, sem einu sinni var
ég.
Ögleymanlegasta persónan í
lífi manns, og sú, sem ef til vill
blæs manni hvað mestri anda-
gift í brjóst, er drengurinn, sem
einu sinni var maður sjálfur. Ég
mun aldrei gleyma honum, og
þá sjaldan vegir okkar liggja
saman, fyliist ég gáskafullri
gleði. Einu sinni fyrir alllöngu,
skrifaði ég nokkrar ljóð-
línur og lagði þær inn í bók, til
nánari athugunar og endurbóta
síðar. Með leyfi lesandans ætla
ég nú að draga þær fram í dags-
birtuna, af þvi þær lýsa í stuttu
máli því sem ég á við:
Um anddyrið ég eitt sinn gekk,
upp á veggnum spegill hékk.
Ég sá þó e’ mig sjálfan þar,
svip míns föður myndin bar.
Áratugi eftir þrjá
einkasonur minn ei sjá
mun í spegli sjálfan sig
birtast, heldur mig.
Sú óhrekjanlega staðreynd,
að kynslóðirnar ganga aftur
hver í annari, birtast hver í ann-
arrar mynd — sú staðreynd og
reynslan, sem henni er samfara,
hlýtur að hafa haft djúpstæð