Úrval - 01.10.1945, Side 81
DRENGUR, SEM ÉG ÞEKKTI
7»
áhrif á mannkynið, allt frá upp-
hafi þess. Þú munt einn góðan
veðurdag uppgötva, að þú ert
klæddur eins og faðir þinn var,
tekur til orða líkt og hann, not-
ar svipaða kæki, og jafnvel að
þú ert nauðalíkur honum í sjón.
Á þeirri stundu breytast öll við-
horf; ef þú ert faðir þinn, hlýt-
ur sonur þinn að vera þú sjálf-
ur — eitthvað þessu líkt er það
— manni verður það aldrei full-
komlega ljóst. En hvað sem því
líður, þá ferð þú upp frá þessu
að skoða þetta frum- eða æsku-
sjálf þitt sem sjálfstæðan ein-
stakling; ekki sem manninn,
er einu sinni var þú sjálfur,
heidur sem einstakíing, er þú
hefir einhvern tíma kynnzt.
Einu sinni ferðaðist ég ásamt
syni mínurn í svefnvagni í járn-
brautarlest. Svaf ég í hárúm-
inu, en hann í hinu neðra. Ég
vaknaði snemma um morgun-
inn og leit þá niður í neðra rúm-
ið. Var drengurinn þá búinn að
draga gluggatjöldin ofurlítið til
hliðar, og horfði gagntekinn út
mn rifuna á umhverfið, sem
breyttist í sífellu. Á sama
augnabliki birtist mér á ný mitt
gamla, ógleymanlega ég — það
var engu líkara en ég sæti sjálf-
ur flötum beinum þarna niðri á
rúminu og gægðist út um glugg-
ann í morgunskímunni, og virti
fyrir mér með stakri athygli
heim morgunsins, akrana,
brauðbílana á veginum, runn-
ana, skurðina; hin æsandi og
lokkandi undur veraldarinnar,
sem augað gat greint, en hugur-
inn tæplega skildi. Eins og lest-
in smaug inn í morguninn,
þannig smaug hugur barnsins
inn í framtíðina. Frarntíðin líkt-
ist í augum þessa drenghnokka
endalausri sumarvíðáttu, með
hættulegum götum og launstig-
um, sem skyndilega greinast,
heiðum himni og kolsvörtum
hyldýpum, villugjörnum myrk-
viði og brennandi hádegissól.
Heimur framtíðarinnar var
vissulega fagur, æsandi og
furðulegur, en því miður svo
óralangt þar til maður kæmist
þangað!
Þessi drengur (ég á við
drenginn, sem ég gat um í upp-
hafi) hafði góð áhrif á mig.
Hann reið á hjóli og fór snemma
á fætur. Þó stundum tækist illa
fyrir honum, var allt, sem hann
gerði, í góðum tilgangi gert, og
eins vel og hann gat. Líf hans
var samfellt ævintýri, þvínær
allt, sem verkaði á augu hans
eða eyru, sá hann eða heyrði í