Úrval - 01.10.1945, Side 81

Úrval - 01.10.1945, Side 81
DRENGUR, SEM ÉG ÞEKKTI 7» áhrif á mannkynið, allt frá upp- hafi þess. Þú munt einn góðan veðurdag uppgötva, að þú ert klæddur eins og faðir þinn var, tekur til orða líkt og hann, not- ar svipaða kæki, og jafnvel að þú ert nauðalíkur honum í sjón. Á þeirri stundu breytast öll við- horf; ef þú ert faðir þinn, hlýt- ur sonur þinn að vera þú sjálf- ur — eitthvað þessu líkt er það — manni verður það aldrei full- komlega ljóst. En hvað sem því líður, þá ferð þú upp frá þessu að skoða þetta frum- eða æsku- sjálf þitt sem sjálfstæðan ein- stakling; ekki sem manninn, er einu sinni var þú sjálfur, heidur sem einstakíing, er þú hefir einhvern tíma kynnzt. Einu sinni ferðaðist ég ásamt syni mínurn í svefnvagni í járn- brautarlest. Svaf ég í hárúm- inu, en hann í hinu neðra. Ég vaknaði snemma um morgun- inn og leit þá niður í neðra rúm- ið. Var drengurinn þá búinn að draga gluggatjöldin ofurlítið til hliðar, og horfði gagntekinn út mn rifuna á umhverfið, sem breyttist í sífellu. Á sama augnabliki birtist mér á ný mitt gamla, ógleymanlega ég — það var engu líkara en ég sæti sjálf- ur flötum beinum þarna niðri á rúminu og gægðist út um glugg- ann í morgunskímunni, og virti fyrir mér með stakri athygli heim morgunsins, akrana, brauðbílana á veginum, runn- ana, skurðina; hin æsandi og lokkandi undur veraldarinnar, sem augað gat greint, en hugur- inn tæplega skildi. Eins og lest- in smaug inn í morguninn, þannig smaug hugur barnsins inn í framtíðina. Frarntíðin líkt- ist í augum þessa drenghnokka endalausri sumarvíðáttu, með hættulegum götum og launstig- um, sem skyndilega greinast, heiðum himni og kolsvörtum hyldýpum, villugjörnum myrk- viði og brennandi hádegissól. Heimur framtíðarinnar var vissulega fagur, æsandi og furðulegur, en því miður svo óralangt þar til maður kæmist þangað! Þessi drengur (ég á við drenginn, sem ég gat um í upp- hafi) hafði góð áhrif á mig. Hann reið á hjóli og fór snemma á fætur. Þó stundum tækist illa fyrir honum, var allt, sem hann gerði, í góðum tilgangi gert, og eins vel og hann gat. Líf hans var samfellt ævintýri, þvínær allt, sem verkaði á augu hans eða eyru, sá hann eða heyrði í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.