Úrval - 01.10.1945, Síða 83
DRENGUR, SEM ÉG ÞEKKTI
81
honum. Þykkt loft og eyðileg
hliðargata gat hvoruttveggja
valdið honum þvílíkri hryggð,
að mátt hefði ætla að öll heims-
ins sorg hefði tekið á sig stein-
líki og sezt að í brjósti hans.
Kalkhæð með bráðnandi snjó,
bakgarður á járnbrautarstöð á
heitu síðdegi, svipurinn á and-
litum strætisvagnafarþeganna á
sunnudögum — þetta gat
slöngvað honum út í hyldýpi
þunglyndis og örvæntingar.
Sunnudagssíðdeginu kveið hann
alltaf, það virtist ætíð hljóma í
moll.
Hann kveið sunnudeginum
einnig af því, að það var dagur-
inn, sem hann varði venjulega
til að kvíða fyrir að fara í skól-
ann á mánudaginn. Skólann ótt-
aðist hann alitaf, að vísu ekki
svo mjög í reynd, en þeim mun
meir einskonar huglægri
hræðslu. Hann var samtals sex-
tán ár í skóla, og alian þann
tíma var hann þjáður af ótta
og órótt í geði — í sextán ár
óttaðist hann, að kennarinn
kynni að velja sig til að koma
opinberlega fram í hátíðarsal
skólans. Þetta var gífurleg þol-
raun fyrir sálarstyrk hans.
Taugar hans voru allt skóla-
árið þrautspenntar eins og í
martröð.
Það var engu líkara en ótti
hans við að stíga í ræðustól
snerist stundum alveg við, því
hann talaði oft opinberlega og
óumbeðinn undir beru lofti til
fjandsamlegra áheyrenda, sem
voru haglskúrir, þrumuveður,
regn og niðamyrkur. Var hann
þá aleinn í leigðum eintrjáningi.
Oft gekk kraftaverki næst að
hann skyldi halda lífi, því hann
var hvorki sérlega tápmikill né
mjög laginn. Viðureign við reið
náttúruöfl var hin eina tegund
baráttu, sem hann hafði ánægju
af. Hann var vís til að flýja
fimm götur á enda undan öðr-
um strák, sem þóttist eiga hon-
um eitthvað grátt að gjalda, en
umbar með stakri þolinmæði og
hörku hverja þá raun, sem
náttúruöflin lögðu honum á
herðar. Stundum synti hann að
næturiagi frá Veiðimannaeynni,
er hann hafði læðst út á klettana
þar, aleinn og dauðskelkaður,
eftir krókóttmn og skuggaleg-
um stígum frá skúrnum við
brúarsporðinn, (þar voru seld-
ar rjómakökur) upp hæðina,
gegnum hljóðlátt kjarrið, yfir
mýrina og fram á höfðann.
Hann hataði baðstaði og lykt-