Úrval - 01.10.1945, Side 89
MANNRÆKT
87
inga, sem haldnir eru einhverj-
um eftirtaldra sjúkdóma: Með-
fæddri vangæfni, dementia
praecox, niðurfallsýki, alko-
holsýki, sjúklegu þunglyndi,
meðfæddu heyrnarleysi, alvar-
legum líkamslýtum, arfgengri
blindu og dansæði. Vananirnar
voru framkvæmdar á ríkis-
spítölum. Hverjum manni var
stranglega bannað að láta vana
sig án heimildar, jafnvel þótt
hann væri sjúkur, og var það
skoðað sem glæpur við kynþátt-
inn.
Þýzkaland er eina ríkið, sem
hefir 10 ára reynslu í þessu efni
og það er fróðlegt að kynna sér
vandlega þau lög, sem um þetta
hafa verið sett, og þann árang-
ur, sem fengizt hefir. Frá ár-
inu 1933 hafa 375.000 manns
verið vanaðir. Af þeim voru
203.550 vangæfir frá fæðingu,
og meira en 100.000 þjáðust af
niðurf allssýki og dementia prae-
cox. Aðrir sjúkdómar, sem sam-
kvæmt lögum frá 1933 heimil-
uðu, að gripið væri til vanana,
leggja lítið til þessarar heildar-
tölu. Alkoholsýki er vissulega
ekki arfgengur sjúkdómur, og
það er vafasamt hvort hægt er
að rekja arfgengar orsakir að
öllum tilfellum niðurfallssýki.
Þeir einstaklingar, sem haldnir
eru af dementia praecox eða
sjúklegu þunglyndi, eru venju-
lega hafðir á geðveikrahælum,
og er því lítil hæíta á, að þeir
auki kyn sitt. Þar virðast van-
anir óþarfar. Auk þess verður
geðbilana einkum vart á full-
orðinsaldri, þegar rnenn eru
oftast giftir og búnir að eign-
ast börn. En þá er um seinan
að vana.
Arfgengum líkamslýtum má
skipta í tvo flokka: Minni hátt-
ar lýti, sem valda tiltölulega
litlum óþægindum (þau voru
ekki tekin til greina í þýzkri
löggjöf), og alvarlegar van-
skapanir, sem gera menn ör-
kumla.
Þá er loks að geta meðfædds
vitsmunaskorts. Meira en helm-
ingur af þeim fjöldamanna, sem
vanaðir voru í Þriðja ríkinu á
síðastliðnum tíu árum, var und-
ir þessa sök seldur. Sérstaka
aðgæzlu verður þó að hafa við
þennan sjúkleika, því að menn
hafa enn litla vitneskju um,
hvernig hann gengur í erfðir
frá einum ættlið til annars.
Skýrslur frá Birmingham frá
árinu 1933 sýna, að af 345 börn-
um, sem fædd voru í hjóna-
bandi, þar sem annað foreldr-