Úrval - 01.10.1945, Side 90
TjTRVAL,
S8
anna eða bæði höfðu gengið á
sérstakan skóla fyrir vangæf
börn, voru einungis 25 eða 7,5%
vangæf. Hin 320 höfðu fyllilega
miðlungs greind og sum jafn-
vel meira. Ef foreldrar þessara
barna hefðu verið vanaðir, hefði
þjóðfélagið verið leyst undan
öllum vanda af uppeldi 25 van-
gæfra bama, en jafnframt svift
mörgum borgurum, sem gátu
orðið því til framdráttar, og auk
þess nokkrum ágætum einstald-
ingum.
Vangæfni er rannsökuð með
greindarmælingum. Þegar þess
háttar mælingar voru eitt sinn
gerðar í Hamborg, tókst nokkr-
um þeirra, sem prófaðir voru,
að ná í spurningarnar, sem þeir
áttu að svara, svo að mæling-
arnar sýndu greind, sem var
langt fyrir ofan meðallag. Svip-
uð brögð voru höfð í frammi í
öðrum þýzkum borgum, og sýn-
ir það hversu vandasamt það er,
að gera greindarmælingar
samtímis á miklum fjölda
manna. 1 Hamborg kom einnig í
ljós, að kvenfólk gerði allt sem
það gat til þess að verða úr-
skurðað vangæft, í því skyni að
,,hafa gott af“ lögunum um van-
anir. Þegar þessi aðgerð hafði
verið framkvæmd, fylltu þær
flokk vændiskvennanna.
Þjóðverjar gengu jafnvel
lengra í viðleitni sinni til þess
að losa sig við borgara, sem
ekki þóttu æskilegir. Á undan-
förnum tíu árum hafa 100.000
sjúklingar frá opinberum hæl-
um verið teknir af lífi í gasklef-
um. En þrátt fyrir allar þessar
ráðstafanir, virtist arfgengum
sjúkdómum, einkum taugasjúk-
dómum, sem taldir voru arf-
gengir í lögum frá 1933, engan
veginn fækka — þvert á móti
var svo að sjá, sem þeim fjölg-
aði. Ástæðan er sú, að í þýzku
lögunum var ekki tekið til
greina þýðingarmikið fyrirbæri,
sem líffræðin þekkir, — stökk-
breytingar (mutations).
Þegar mannskepnan kom
fyrst fram á þessari jörð, hafði
hún ekki af öllum þeim sömu
arfgengu sjúkdómum að segja,
sem nú hrjá mannkynið. Öðru
hverju hafa arfgengir sjúkdóm-
ar gert vart við sig í einum eða
fleiri einstaklingum, en svo
horfið aftur, vegna skyndilegra
breytinga í kynfrumunum, svo-
nefndra stökkbreytinga. Þegar
slíkar stökkbreytingar hafa átt
sér stað í einhverjum einstakl-