Úrval - 01.10.1945, Síða 91
MANNRÆKT
89
ingi, þarf hann ekki endilega
að sýna nein merki sjúkleika, —
og raunar gerir hann það sjaldn-
ast, en hins vegar kemur hinn
arfgengni sjúkleiki fram í börn-
um hans í samræmi við lögmál
Mendels.
Slíkar stökkbreytingar áttu
sér stað á öllum öldum og ger-
ast enn í dag. Til dæmis má
nefna ofblæði (haemophilia) í
konungaættum Evrópu. Upp-
runa þess má rekja aftur til
daga Viktoríu drottningar, þótt
hún væri sjálf laus við þennan
sjúkleika. Fullvíst er, að sú
stökkbreyting, sem olli ofblæð-
ishneigðinni, gerði fyrst vart
við sig á þessum tíma, og barst
þá til konungsfjölskyldnanna á
Spáni og í Rússlandi. Ofblæði er
víkjandi arfgengur sjúkdómur,
sem aðeins kemur fram á karl-
mönnum.
í dýraríkinu er hægt að vekja
stökkbreytingar með fulltingi
X-geisla, útfjólublárra geisla,
stuttbylgna og snöggra hita-
breytinga. Engin vitneskja er
fengin um orsakir stökkbreyt-
inga í mönnum. Það er ekki
óhugsandi að viðurværi, sjúk-
dómar foreldra (sárasótt) og
eitrun í foreldrum (alkohólsýki)
eigi hér einhvern hlut að máli.
Það er hlutverk heilbrigðisvís-
indanna að uppræta slíkar or-
sakir. En augljóst er, að venju-
legar heilbrigðisráðstafanir —
þar með taldar vananir -— fá
engu áorkað í þá átt að varna
sjúklegum stökkbreytingum.
Mönnum er hætt við að líta á
arfgenga sjúkdóma sem ólækn-
andi böl, sem verði að hafa sinn
gang. Þetta uppgjafarsjónar-
mið er engan veginn í samræmi
við nútímakenningar læknavís-
indanna. Marga sjúkdóma, sem
ótvírætt eru arfgengir, má
lækna eða hafa hemil á þeim
með læknisaðgerðum. Lithimnu-
bólgu (pigmentary retinitis)
tekst oft að lækna að nokkru
leyti með stórum skömmtum af
A-fjörefni. Ákveðnar tegundir
arfgengrar sykursýki skána við
insúlín-tökur. Og skarð í efri
vör hefir oft tekizt að laga með
skurðaðgerð.
Af þessu má draga merkileg-
ar ályktanir. Það er auðsætt, að
ráðstafanir mannræktarvísind-
anna geta samkvæmt eðli sínu
aðeins átt við ríkjandi erfða-
sjúkdóma, en ganga svo til al-
gjörlega á snið við víkjandi
sjúkdóma. Meira að segja geta