Úrval - 01.10.1945, Page 93
Fundinn faðir.
Grein úr ,,The Inter-American“,
Eftir Sherwood Anderson,
amerískt skáld, höfund sagnanna „Dimmur hlátur“, „Winesbury, Ohio“ o. fl.
17ITT einkennilegasta samband
í heimi er miili föður og
sonar. Ég þekki það frá mínum
eigin sonum.
Drengur ætlast til alveg sér-
staks af föður sínum. Það er
stundum sagt að feður vilji láta
syni sína verða það sem þeir
finna að þeir geta ekki sjálfir
orðið, en ég veit að þetta orkar
líka í hina áttina. Þegar ég var
lítill langaði mig til að faðir
minn væri allt öðru vísi en hann
var. Mig langaði til að hann
væri stoltur, þögull og virðuleg-
ur faðir. Þegar ég var með öðr-
um strákum og hann gekk fram-
hjá langaði mig til að finna
stoltið hvíslast um mig: „Þarna
er hann. Þetta er faðir minn.“
En þannig var hann ekki og
gat ekki orðið. I þá daga fannst
mér hann alltaf vera að halda
sýningu á sjálfum sér. Setjum
svo til dæmis að það væri haldin
leiksýning í bænum. Það kom
oft fyrir. Meðal leikenda voru
lyfsalinn, maðurinn í skóbúð-
ini, dýralæknirinn og svo auð-
vitað heilmikið af kvenfólki,
ungu og gömlu. Faðir minn var
viss með að fá aðal gamanhlut-
verkið. Kannske var þetta leik-
ur úr borgarastríðinu og þá lék
hann spaugilegan írskan her-
mann. Hann átti að gera allt það
vitlausasta. Fólkinu fannst
hann kostulegur, en það fannst
mér ekki.
Mér fannst hann hræðilegur.
Ég skildi ekki hvernig móðir
mín gat þolað þetta. Hún hló
meira að segja með hinu fólk-
inu. Ég hefði kannske hlegið
líka hefði þetta bara ekki verið
faðir minn.
Eða það var skrúðganga
f jórða júlí eða við eitthvað ann-
að tækifæri. Þar var hann líka
og aftur í fylkingarbroddi, sem
stórmarskálkur eða eitthvað
þvílíkt, á hvítum hesti úr leigu-
hesthúsi.
Hann gat ekki riðið fyrir um-