Úrval - 01.10.1945, Page 99
FUNDINN FAÐIR
97
myrkrinu og fór upp í rúm. Ég
gat ekki sofnað og mig langaði
ekki til þess. Nú vissi ég
það sem ég hafði aldrei vitað
fyrr: að ég var sonur föður
míns. Hann var sögumaður
eins og ég mundi verða. Kann-
ske hef ég líka hlegið lítið eitt
og hljóðlega þarna í dimmunni.
Hafi ég gert það, hef ég hlegið
í vitund þess að ég myndi aldrei
framar þrá annan föður.
co • oo
Honum varð ekki kápan úr því klæðinu.
Ungverskur liðsforingi var kominn í botnlausar skuldir og
ákvað að' selja forkunnarfagran gullhring, sem hann hafði mikl-
ar mætur á. Hann setti hringinn í öskju og sendi hann til skraut-
gripasala, sem hann þekkti. Liðsforinginn vissi að skrautgripa-
salinn var mesti prangari og þess vegna lét hann svohljóðandi
miða fylgja: ,,Ef þú villt gefa 3000 krónur fyrir hringinn, þá
máttu halda honum, en endursendu hann ella. Ég slæ ekki eyri
af.“
Þrátt fyrir hin skýru fyrirmæli, svaraði skrautgripasalinn:
„Hringurinn ekki 3000 króna virði. Býð 2000 krónur fyrir
hann.“
Liðsforinginn var fokreiður og símaði strax. „Verðið 3000
krónur. Enginn afsláttur."
Næsta dag kom svarskeyti: „Býð 2500 krónur. Vissulega ekki
neira."
Nú missti liðsforinginn þolinmæðina og símaði: „Hringurinn
3000. Skilið honum ella strax.“
Nokkrum dögum seinna fékk liðsforinginn litinn pakka. í
honum var askjan og kyrfilega bundið um hana, og svohljóðandi
miði: „Ég hefi vit á hringum og fullvissa yður um að þessi hring-
ur er ekki 3000 króna virði. Þér fáið aldrei svo mikið fyrir hann.
En ég er kunningi yðar og mér geðjast að yður og þess vegna
skal ég hækka tilboð mitt upp í 2800 krónur. Hærra býð ég alls
ekki. Ef þér viljið selja á því verði, skuluð þér endursenda öskj-
una án þess að opna hana. Ef þér hins vegar hafnið þessu síð-
asta tilboði mínu, þá haldið þér hringnum. Þetta er mitt loka-
orð.“
Liðsforinginn ákvað að leita tilboða annarsstaðar og opnaði
þess vegna öskjuna. Hringurinn var þar ekki en í hans stað svo-
hljóðandi miði: „Jæja, jæja. Verið ekki vondir. Látum það þá
gott heita. Ég skal borga yður 3000 krónur.“