Úrval - 01.10.1945, Side 103
DAUÐABITIÐ
101
veikinnar. Weigl hafði ræktað
nann 1 þörmum lúsarinnar.
Aðrir rannsóknarmenn höfðu
reynt að vinna bóluefni úr heila
á kanínum, rottugörnum og
músalungum. Allar þessar að-
ferðir höfðu þó ókosti, sumar
voru hættulegar, aðrar gagns-
lausar, og allar voru þær illa
hæfar til stórframleiðslu. Út-
brotataugaveikin olli dauða
margar rannsóknamannanna
meðan stóð á þessum tilraunum.
Svo gerðist það árið 1938, að
Cox fékk heppnina með sér.
Starfsmenn við Vanderbilt há-
skólann höfðu sýnt fram á að
vissir sýklar gátu þroskast í
frjóum eggjum. Allt, sem gera
þurfti, var að bora örlítið gat
á eggið, setja inn í það dálítið
af sýklum og hafa það í hita í
nokkra daga. Cox virtist þetta
einföld og örugg leið til að ná
þeirri miklu mergð af sýklum
sem þurfti í bóluefnið.
Þetta gekk allt ágætlega.
Sýklagróðurinn í eggjunum var
10 til 1000 sinnum meiri en í
dýrunum og hann var nálega
jafn sterkur og sá, sem Weigl
íramleiddi í lúsunum. Hér var
komin undirstaða stórfram-
leiðslu á bóluefni, til varnar
gegn útbrotataugaveiki.
Tilraunir, sem Cox gerði á
kanínum, sýndu, að nýja bólu-
efnið gerði 80% þeirra ónæmar.
í tuttugu tilfellum var sýkin
væg og stóð stutt.
Fyrstu tilraunirnar á mönn-
um voru gerðar stuttu eftir að
styrjöldin braust út. Pólskt
flóttafóik streymdi inn í norður-
héruð Ungverjalands og flutti
útbrotataugaveikina með sér.
Amerískir tilraunamenn sendu
óðara 2500 skammta af bólu-
efni Cox. Fimm einangruð þorp
voru tekin til tilrauna. Nokkur
hluti íbúanna var bólusettur, en
sumir ekki. Þessa tvo hópa átti
svo að bera saman og sjá hver
árangurinn yrði.
En Þjóðverjar réðust inn í
Balkanlöndin áður en séð væri
fyrir endann á þessum tilraun-
um. Ungverjaland slóst í fylgd
með möndulveldunum, og allar
skýrslur um þetta efni glötuð-
ust.
Þá braust út faraldur á Spáni.
Vitað var um 10.000 tilfelli af
veikinni. Þarna voru staddir
tveir menn frá hinni alþjóðlegu
heilbrigðisnefnd Rockefeller-
stofnunarinnar. Það voru þeir
John H. Janney og JohnSnyder.
Þeir höfðu meðferðis um það