Úrval - 01.10.1945, Page 104
102
ÚRVAL
bil 1000 skammta af Cox bólu-
enfi.
Janney og Snyder vonuðu að
geta gert skipulegar tilraunir
með því að nota fanga. Helm-
ingur þeirra átti að fá skammt
af bóluefni, hinn ekki. Enn fór
svo, að niðurstöðurnar urðu
ekki glöggar. Það voru gerðar
of miklar tilfærslur í spænsku
fangelsunum. Af þessu leiddi þó
ein athyglisverð staðreynd,
Snyder og fjórir af aðstoðar-
mönnum hans fengu útbrota-
taugaveiki, enda þótt þeir hefðu
verið bólusettir. Á yfirborðinu
kann svo að virðast sem bólu-
efnið sé gagnlaust, en í raun
réttri fer því fjarri.
Starfsmenn á rannsóknar-
stofunum deyja venjulega, ef
þeir fá útbrotataugaveiki.
Veikin, sem þessir menn tóku,
var létt og meinlaus. Snyder var
dálítið lasinn í viku, og engin
útbrot komu í Ijós.
Á þessum grundvelli hóf
Bandaríkjaherinn stórfelda
framleiðslu á bóluefni gegn út-
brotataugaveiki. Sérhver her-
maður, sem fór inn á tauga-
veikisvæði, var bólusettur.
Árangurinn var stórkostlegur.
í öllum Bandaríkjahermun dó
enginn maður úr útbrotatauga-
veiki.
Hversvegna getur Þýzkaland
ekki notið þessarar verndar ? Af
þeirri einföldu ástæðu, að ekki
er fyrir hendi nægur útbúnað-
ur til að framleiða allt það bólu-
efni, sem þörf er á. I Frakklandi
eru menn á aldrinum 10—50 ára
skyldaðir með lögum til að láta
bólusetja sig gegn útbrota-
taugaveiki, ef nægilegt bóluefni
fæst. Holland, Noregur og ýms
önnur lönd munu biðja um
ógrynni af bóluefni, og óskum
þessara landa verður sinnt fyrr
en þörfum Þýzkalands.
Þessi yfirvofandi drepsótt í
Þýzkalandi er ekki skemmtileg
frásagnar, en Nazistarnir hafa
boðið heim þessum ófögnuði,
sem virðist tilbúinn að ráð-
ast á þá. Þetta gerðu þeir með
því að leyfa veikinni að leika
lausum hala í óhroða pyningar-
fangabúðanna.
Dómarinn: „Ég dæmi þig í 15 ára fangelsi."
Fanginn: „En ég lifi ekki svo lengi."
Dómarinn: „Þú verður að reyna það.“