Úrval - 01.10.1945, Page 108
106
tTRVAL,
Útbúnaður okkar í þennan
fyrsta leiðangur, var ákaflega
fátæklegur: ein handsnúin kvik-
myndavél, tvær myndavélar,
riffill, tvær skammbyssur og
nokkur þúsund fet af kvik-
myndafilmum. Við höfðum ekki
efni á að kaupa meira.
Næstu mánuðir voru erfiðir
og færðu okkur vonbrigði. Við
ferðuðumst með hvalveiðiskip-
um, skútum og vöruflutninga-
skipum milli eyja í Salómons-
eyjaklasanum og sáum marga
frumstæða villimenn; voru sum-
ir þeirra sagðir mannætur. Mér
þótti ótrúlegt, að Martin gæti
búizt við að finna ófrýnilegra
fólk annars staðar; en hann
sagði að þeir væru allir sauð-
meinlausir, og var ákafur í að
finna villimenn, sem væru al-
gerlega ósnortnir af allri menn-
ingu.
Loks afréð hann að ganga á
á landi á Malekula, næst stærstu
eyju Hebrideseyjaklasans, en
þar höfðu hvítir menn enga
varðgæzlu. Ef villimenn voru
nokkurs staðar til, þá voru þeir
þar. Við tókum okkur far
rneð smáskipi frá Sydney. Þeg-
ar áfangastaður okkar varð
kunnur, dundu aðvörunarorðin
á okkur.
„Hlustið þér nú á mig, ungi
maður,“ sagði skipstjórinn við
Martin. „Ég vil ekki gera frúna
hrædda, en íbúarnir á Malakula
eru lævísir og svikulir, og það
er alkunnugt, að þeir eru enn
mannætur!“
Martin brosti. Hann hafði
ekki verið í svona góðu skapi í
marga rnánuði.
Öfrýnilegur blökkumanna-
smali skaut inn í: „Ég færi ekki
í land á þessari eyju fyrir þús-
und sterlingspund, án þess að
hafa fallbyssubát til taks. Villi-
mennirnir eru um 40 þúsund
talsins. Og Nagapate, höfðingi
fjölmennasta flokksins, er
hreint og beint eins og fjand-
inn uppmálaður.“
Skipstjórinn þverneitaði að
sigla til Malekula, en blökku-
mannasmalinn benti á, að Vao,
smáeyja í mílu fjarlægð, mundi
henta okkur vel. „Þar er frönsk
trúboðsstöð,“ sagði hann, „og
brezkur varðbátur er oft á
sveimi umhverfis eyna; en það
eru um 400 villimenn á Vao, og
það fer ekki sem bezt orð af
þeim.“
Við fórum í land á Vao, þar
sem við vissum að við gætum
auðveldlega komizt þaðan til
Malekula. Prin trúboði fagnaði