Úrval - 01.10.1945, Page 109
ÆVINTÝRABRÚÐURIN
107
okkur vel og innilega, en var þó
dálítið undrandi. Hann hafði
starfað um 30 ára skeið meðal
villimannanna á eynni, og
fræddi okkur, alvörugefinn á
svip, um grimdarverkin, sem
enn voru framin þar. Þegar
talið barst að Malekula, leit
hann ásökunaraugum á Martin.
Og það sem verra var — ég sá
að Martin sjálfur var farinn að
hafa áhyggjur af mér.
Um kvöldið byrjuðu hinar
svonefndu boo-boo (trumbur
villimannanna) að drynja inni í
skóginum. Prin trúboði benti
okkur út um gluggann á kofan-
iim sínurn, og í skógarjarðinum
sáum við villimenn stara á okk-
ur. Þeir voru svo ljótir, að það
var varla hægt að trúa því, að
þarna væri um menn að ræða.
,,Hvað eru þeir með í nef-
inu?“ hvíslaði ég.
„Bein,“ svaraði Prin trúboði.
,,Mannabein.“
Martin ýtti mér frá gluggan-
urn. „Elskan mín,“ sagði hann,
„ég er smeykur við að ég þori
ekki að taka þig með til Male-
kula. Þér er óhætt hérna, hjá
honum Prin trúboða.“
Það fauk í mig, og það dug-
lega. „Ef þú ferð, þá fer ég líka,
Martin Johnson! Til þess kom
ég hingað.“
npRÚBOÐINN lánaði okkur 28
a_ feta langan hvalveiðibát,
mannaðan fimm áreiðanlegum
Vao piltum. Næsta morgun
komum við myndatökuvélunum
og varningnum um borð í bát-
inn, undum upp segl og héldum
til Malekula.
Við lentum í Tanemerouflóa.
Fjaran var þakin skærgulum
sandi og meðfram hennivarþétt
kjarr. Piltarnir skipuðu varn-
ingnum á land, en engum leyfð-
ist að handleika hina dýrmætu
kvikmyndavél, nema Martin
sjálfum.
Allt í einu kom villimaður út
úr kjarrinu. Hann var kolsvart-
ur, ákaflega óhreinn, með fit-
ugan hárlubba og alskegg, og
bein gegnum nefið. Hann var
allsnakinn, að undantekinni
lítilli mittisskýlu úr laufblöðum.
Iiann talaði eitthvert hrogna-
mál með talsverðu af ensku-
slettum, og furðaði ég mig á
því! „Herra! Magi minn láta
illa!“ Hann þrýsti höndunum á
kviðinn til þess að undirstrika
orð sín.
Ég horfði vantrúuð á Martin.
Við voru komin til Malekula,