Úrval - 01.10.1945, Side 117
ÆVINTÝRABRÚÐURIN
115
þátt slíkum leiðangri,11 bætti
hann við.
„Ó!“ Ég var að því komin að
rjúka upp. „Ekki heppilegt fyr-
ir konu!
Sama sagan enn!
En við vorum þakklát fyrir
allt annað, sem hann ráðlagði
okkur og fórum í margar
reynsluferðir, áður en við lögð-
um upp í langferðina yfir Kai-
soot-eyðimörkina, til hinna
ókunnu landa nálægt Abyssiniu.
Matvæli og farangur fluttumvið
á uxakerrum til Meru, um 200
mílna vegalengd, en þaðan á
herðum hundrað burðarmanna.
Sjötíu þeirra réðum við í þjón-
ustu okkar úr nágrenni Meru,
og voru það allt hermenn, með
geysimikla fjaðraskúfa á höfði
og líkami þeirra litaður rauður
og blár. Ég varð bæði forviða og
dálítið taugaóstyrk, þegar ég
sá þenna liðsafnað Martins
safnast sarnan kringum eldana
í fyrsta skipti.
Leiðangurinn var sólarhring
að komast yfir gamlan árfar-
veg. Hraungrýtið í botninum
var hvasst eins og glerbrot,
skar stígvél okkar og særði ber-
fætta burðamennina. Sólskinið
var brennandi heitt, mig sveið í
hörundið, verkjaði í augun og
ég hafði höfuðverk. Burðar-
mennirnir, sem höfðu óhlýðnast
skipun Martins að fylla drykkj-
arílátin, fóru að varpa af sér
byrðum sínum. Martin gaf
fyrirskipun um að berja þá
svipum, ef nauðsyn krefði, þó
að hann tæki það nærri sér. Áð-
ur en við vorum kornin yfir,
voru margir orðnir hálfsturlað-
ir af þorsta og sárum á fótun-
um. En þeir komust allir lifandi
á leiðarenda.
Við vorum um kyrrt í viku
við vatnsból handan árfarvegar-
ins, meðan við hvíldum okkur
og sóttum byrðarnar, sem skild-
ar höfðu verið eftir. Svo héld-
um við inni í nashyrningalandið
þar sem við sáum svo mikinn
fjölda af þessum ljótu og tor-
skildu dýrum, að ég varð leið á
að taka myndir af þeim. En dag
nokkurn rákumst við á fallegt
dýr, sem var í prýðilegri stell-
ingu og í fögru umhverfi. Mar-
tin setti kvikmyndavélina upp
og lét mig taka við henni. Ég
átti að byrja að snúa henni,
þegar hann gæfi mér merki.
„Haltu áfram að snúa, hvað
sem í skerst,“ hvíslaði hann,
Hann fetaði sig nær dýrinu.
Allt í einu kom annar nas-
hyrningurinn framundan kletti,