Úrval - 01.10.1945, Blaðsíða 127
ÆVINTÝRABRÚÐURIN
125
Ef til vill voru það svona við-
burðir, sem komu okkur til að
líta á Ijónin sem hálfgerðar
„kisur“ og gerðu okkur óþarf-
lega kærulaus.
Einu sinni voru við fótgang-
andi með kvikmyndatökuvél, en
í fylgd með okkur voru svert-
ingjar, sem báru byssurnar.
Við rákumst á ljón, sem lá sof-
andi í 20 metra fjarlægð. Dýrið
tók viðbragð og var risið á fæt-
ur á augabragði. Það lagði koll-
húfur, dinglaði rófunni og urr-
aði.
„Mér lízt ekki á það, Martin,“
sagði ég, og gaf bendingu um,
að ég vildi fá byssuna.
„Það er bara svolítið geð-
stirt,“ svaraði maðurinn minn
og sneri sveifinni á kvikmynda-
tökuvélinni.
Þá fór ljónið að færa sig nær
okkur urrandi, rófan sveiflaðist
til beggja hliða og harðir vöðv-
amir á herðarkambinum hnykl-
uðust undir gulum og gljáandi
feldinum. Það bjó sig til stökks
og starði á okkur með augna-
ráði, sem var þrungið ægilegri
heift. Svo stökk það.
Hönd Martins hélt ósjálfrátt
áfram að snúa sveifinni á kvik-
myndatökuvélinni. Dýrið stökk
í áttina til okkar — með flaks-
andi fax og berar klær. Ein-
hvernveginn, án þess að mér
væri ljóst, hvað ég væri að gera,
skaut ég. Ljónið virtist hika í
miðju stökkinu og félli til jarð-
ar aðeins 13 fet frá myndavél-
inni.
Hin miklu kynni, sem við
höfðum af Ijónunum á Tanga-
nyíkasvæðinu, opnaði augu okk-
ar fyrir því, að meðal þeirra má
finna hliðstæður við allar teg-
undir einstaklinga í samfélagi
mannanna: bjánann, auðnuleys-
ingjann, hinn drambsama, hinn
ólánsama, hinn göfuga, einvald-
ann og jafnvel bósann. Og við
kvikmynduðum þær allar, þar
sem þær reikuðu frjálsar um
heimkynni sín.
Stundum lentum við í æsandi
ævintýrum, en oft var kvik-
myndatakan hreinn og beinn
þrældómur, sem stundum gekk
svo nærri okkur, að við vorum
að þrotum komin. En við litum
á heildarárangurinn, og það var
ákaflega mikið ánægjuefni að
geta sýnt miiljónum manna
þetta göfuga dýr, sem allflestir
töldu undirförult og blóðþyrst.
‘157IÐ Martin fórum í marga
v aðra leiðangra, eftir að við
höfðum lokið við að kvikmynda