Úrval - 01.10.1945, Síða 129
ÆVINTÝRABRÚÐURIN
127
sýnum myndirnar, þá er eins
og við lifum gamanið upp aft-
ur.“
„Já,“ svaraði ég, „en enginn
veit, hve mikið þú þrælaðir í
frumskóginum. Þú stóðst
klukkustundum saman, renn-
andi í svita, yfir framköllunar-
kerunum, kvikmyndatökuvélum
og biluðum hljóðtökuáhöldum.
Eða hver veit um það, þegar
mánaðarvinna — 20 þúsund
fet af filmum — eyðilögðust af
raka!“
Maðurinn minn hugsaði um
þetta, en brosti svo. „O, jæja,
það var gaman líka. Það var
jafnvel gaman að erfiðleikun-
um.“
TVTÆSTA morgun ætluðum við
1 ' við með flugvél til Barbank
1 Kaliforníu, og þegar við stóð-
um á flugvellinum, vorum við
að tala um að kaupa hús, því að
Martin var hræddur um að ég
hefði saknað þess að eiga ekki
heimili. Hann horfði útundan
sér hugsandi.
„Ég er að velta því fyrir mér,
hvernig maður fer að því að ná
sér í tökubarn ?“
„Ö,“ sagði ég og var óðamála.
„Ég vissi ekki, að þú varst að
hugsa um þetta, en ég veit, hvað
við eigum að gera. Og hvað hús-
ið snertir: Við gætum keypt
okkur lítið sveitasetur, þar sem
nógu rúmt væri um eftirlætis-
dýrin okkar — gætum við það
ekki?“
„Áreiðanlega — og börnin
gætu leikið sér við dýrin.“
Við vorum að stíga upp í
stóra farþegaflugvél. „Þetta er
ágæt hugmynd,“ sagði hann og
brosti. Hreyflarnir fóru í gang
og flugvélin rann eftir flug-
brautinni: Martin leit til mín.
Hann var enn brosandi.
Ég gleymdi aldrei þessu brosi.
—o—
Fyrirsögn í dagblaöi, dagsett
í Los Angeles, 13. janúar 1937 r
MARTIN fJOMNSON
BlÐUK BANA I
FLUGSLYSI.
—o---
Kona hans alvarlegast slösuð
af 11 farþegum, sem
komust lífs af.
—o—
co • co