Úrval - 01.10.1945, Side 130
128
ÚRVAL,
Mikið skal til mikiis vinna.
Eitt sinn sem oftar sat Edgar Wallace, hinn víðfrægi höfund-
ur glæpasagna, niðursokkinn í vinnu sína. Barið var ákaft að
dyrum hjá honum en hann hugðist ekki anza.
Komumaður lét hlut sinn ekki heldur og hélt áfram að berja
unz Wallace sá sitt óvænna og fór til dyra.
„Eruð þér hr. Wallce?" Komumanni svipaði mjög til þeirra
manna, sem bækur Wallace fjölluðu helzt um.
„Já.“
„Ég er frá Scotland Yard,“ sagði þá hinn og sýndi um leið
lögregluskirteini sitt. „Við tókum áðan fastan náunga og hafði
hann meðferðis þennan snepil.“ Lögreglan rétti Wallace bréf,
en á því stóð skrifað: „Vinsamlegast látið handhafa þessa bréfs
fá nokkra gullhringi, sem hann mun færa mér og ég síðan velja
úr —• Edgar Wallace.“
„Hvað á þetta að þýða,“ hrópaði Wallace: „Þetta hefi ég
aldrei skrifað."
Lögreglan horfði tortryggnislega á hann og sagði: „Vinsam-
legast skrifið nafn yðar hér til þess að ég geti borið saman rit-
hendurnar.“
Wallace gerði það. Lögreglumaðurinn athugaði vandlega
skriftina en sagði svo: „Hr. Wallace, bréf þetta er bersýnilega
falsað. Þorparinn skal vissulega fá makleg málagjöld. Mér þyk-
ir fyrir því að hafa ónáðað yður, en þér þekkið reglurnar, sem við
verðum að vinna eftir.“ Síðan kvaddi hann og fór.
Wallace grunaði ekki „lögreglumanninn" um græsku. Hann
var ekki „vörður laga og réttar," heldur iðjuleysingi, sem gerði
sér það til gamar.s að safna rithöndum merkra manna.
URVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, afgreiðsla Tjarnargötu 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlazt er til, að hvert hefti sé greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylgja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa tímaritið
fyrirfram ákveðinn tíma, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. Úrval
er sent til allra bóksala á landinu og getur hver og einn gerzt áskrif-
andi hjá næsta bóksala.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.