Úrval - 01.08.1953, Page 4

Úrval - 01.08.1953, Page 4
2 ÚRVAL dómum, ótta og hatri. Hún ætti að efla samvinnu í stað ofbeld- is. Frumskilyrði þess að unnt sé að öðlast lausn frá ótta, skorti og ofbeldi er, að menn njóti frelsis til að afla sér þekkingar. Ef takmark menntunar í nútíð og framtíð er að efla sJcilning á manninum og náttúr- unni og stuðla að breytni í samrœmi við þann skilning, þá er augljóst, í mínum aug- um að minnsta kosti, að lest- ur, skrift og reikningur full- nægir ekki menntunarþörfum vorum, og raunar ekki heldur vísindin ein. En augljóst er að skilningur á manninum tekur til umhverfis hans og fortíðar, þ. e. sögu, félagsfræði, hag- fræði, stjórnmála, bókmennta og jafnvel trúarbragða. „Ræt- ur jurtanna“ og „ský himins- ins“ eru hvortveggja hluti af umhverfi mannsins, í fortíð og nútíð. Jafnaugljóst er, að menntun vorri líkur ekki með stúdentsprófi, og jafnvel ekki með háskólaprófi. Það verður að vera stöðug og framhald- andi menntun fyrir fullorðna, önnur en sú sem mönnum er miðlað með útvarpsdagskrá auglýsenda, áróðri, skemmtun- um og listrænum bellibrögðum. Að því er tekur til tæknilegrar þjálfunar, er mér fullljóst, að vér getum lært með því að vinna með höndunum engu síð- ur en með því að nota augu og eyru, hlusta á fyrirlestra og' lesa bækur. Eg hef fengizt við rannsókn- ir og kennslu í vísindum í fimmtíu ár. Eg held að vér kennarar vanmetum gáfur æskumanna og samborgara vorra. Þeir geta lært, þeir geta skilið, þeir geta jafnvel álykt- að, ef vér kennarar getum raunverulega kennt með orðum og fordæmi. En vér verðum að glæða að nýju hina niður- bældu náttúrlegu forvitni í nemendum vorum, forvitni, sem ítroðsla, á heimilum, í kirkj- um, í barnaskólum, og stund- um jafnvel í menntaskólum og háskólum hefur bælt niður. Itroðslukennsla byggir á minni, trú og venjum frekar en skiln- ingi á manninum og náttúr- unni. Nemendur og kennarar í öllum greinum eiga að leita vitnisburðar, rannsaka vitnis- burð. Vér getum ekki sigrað hugmyndir með byssum eða sprengjum eða beinni afneitun. Siæmar hugmyndir er hægt að sigra með góðum hugmyndum, sem reistar eru á betri vitnis- burði. Vér eigum, m. ö. o„ að nota vísindalegar aðferðir í menntun vorri á öllum stigum hennar; vér eigum að sýna vís- indalega réttsýni, vísindalegt hugrekki til að horfast í augu við sannaðar staðreyndir, en gæta þess að halda tungu vorri í skefjum og pennan vorum þurrum þangað til vér þekkjum staðreyndirnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.