Úrval - 01.08.1953, Page 13

Úrval - 01.08.1953, Page 13
SlAMSKIR TVlBURAR SKILDIR AÐ 11 hver yrðu áhrif hennar? Þessi ótrúlega langvinna svæfing hafði verið óskapleg áreynsla fyrir hin litlu hjörtu tvíburanna, og opnar höfuðkúpurnar buðu sýkingarhættunni heim. Það fór fyrir Roger eins og læknarnir sáu fyrir, þegar þeir tóku hina þungbæru ákvörðun sína. Hann komst aldrei tií með- vitundar eftir aðgerðina. 34 dög- um eftir að hann hafði verið skilinn frá Rodney dó hann, en hefði hann haldið lífi, mundi hann að öllum líkindum hafa orðið fáviti. Rodney iifir og honum miðar jafnt og þétt í rétta átt. Allt bendir til, að hann geti, er frá líður, sagt: ég er eini núlifandi maðurinn í heiminum, sem hef verið síamskur tvíburi. Læknarnir, sem gáfu honum líf sjálfstæðs, heilbrigðs manns, hafa nýlega sent frá sér ítarlega skýrslu um aðgerðina og aðdrag- anda hennar og um núverandi ástand Rodneys. Þeir segja, að hann virðist enn vera tilfinn- ingalaus í vinstri hendi og að greina megi vott lömunar sums staðar í vinstri síðu. Hann geti ekki haldið höfði lengi í einu og eigi erfitt með að sitja stuðn- ingslaus. En, bæta þeir við, hann virðist vera skýr og andlega heilbrigður, viðbrögð hans eru eðlileg, hann getur sjálfur hald- ið á pelanum sínum, hann gerir glöggan mun á mat sem honum þykir góður og því sem honum þykir vont, og sér og heyrir á þann hátt, að ekki er nokkur ástæða til að efast um, að heili hans starfi eins og hann á að gera. Það er heldur ekki ástæða til að ætla, að hann verði ekki, er frá líður algerlega heilbrigt barn. Á íandamærumun. Amerískt ferðafólk var stöðvað í bíl sínum við mexíkönsku landamærin. Landamæravörðurinn skoðaði skilríki þeirra, sem í bílnum voru. Svo sneri hann sér að bílstjóranum og sag'ði: „Vegabréfið yðar er í lagi. En getið þér sannað, að þessi kona sé eiginkona yðar? Maðurinn leit á sessunaut sinn í bílnum, hallaði sér svo út um bílrúðuna og hvíslaði að landamæraverðinum: „Ég skal borga yður 100 dollara, ef þér getið sannað, að hún sé ekki konan mín.“ — Constellation. __^__ Kostaboð. Kaupmaðurinn segir við viðskiptavin sinn: „Eg get ekki skrifað meira hjá yður. Reikningurinn yðar er þegar orðinn hærri en hann ætti að vera.“ „Ég veit það,“ sagði viðskiptavinurinn. „Lækkið hann bara niður í það sem hann ætti að vera og þá skal ég borga hann.“ Round-up.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.