Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 18

Úrval - 01.08.1953, Blaðsíða 18
16 ÚRVAL þess allt annað en bragðgóðir. Nokkur kóngulóarafbrigði hafa því klæðzt maurabúningi til varnar gegn sterkari ættingjum. Þrjár eða fjórar tegundir lifa í beinu samfélagi við maurana sem þær líkjast; þær búa í þúf- um og ferðast um þjóðbrautir mauranna án þess að við þeim sé amazt. En af því að ýmsar veiðikóngulær eru mjög nærsýn- ar, nægir dulbúningurinn ekki. Maurakóngulærnar hafa því gengið feti framar: þær hafa tileinkað sér dálítið af „máli“ mauranna. Þær hafa vanið sig á að ganga með tvo fremstu fæt- urna á lofti, eins og þeir væru þreifiangar, og þessir fölsku þreifiangar eru sífellt á titrandi hreyfingu, eins og þreifiangar mauranna. Tilraunir hafa sýnt, að um leið og veiðikónguló finn- ur þesskonar titrandi fætur snerta fætur sína, sleppir hún bráðinni og fer burt. Allir, sem horft hafa á mauraþúfu, munu hafa tekið eftir að maurarnir eru sífellt að heilsa hver öðrum með titrandi þreifiöngum, og allt bendir til að kóngulærnar tryggi sér aðgang að maurasamfélag- inu með því að heilsa á sama hátt. Blaðlýs gefa frá sér sætan vökva, ef þær eru ertar eða kitl- aðar, og þetta hafa maurar lært að hagnýta sér þannig, að þeir mjólka lýsnar sér til næringar með því að kitla þær. En hinn eiginlegi tilgangur safans er að verja lýsnar gegn ránskordýrum og kóngulóm. Þegar blaðlús lend- ir í kóngulóarvef, byrjar hún strax að gefa frá sér safa. Ef safinn lendir upp í kóngulóna, verður henni undir eins illt, hún staulast út á brún vefjarins og selur upp. Síðan þurrkar hún sér vandlega um munninn með blaði eða á kvisti. Þegar við tölum um dýr, leit- umst við við að gera þau mann- leg á einn eða anna.n hátt; ann- ars reynist okkur torvelt að skilja þau. Ég talaði um að kóngulóin selji upp ef hún borð- ar eitthvað sem hún þolir ekki, og það er rétt að þannig lítur það út. Ekki höfum við þó neina vissu fyrir því að kóngulóin fái ógleði eins og við þekkjum hana. En þó að við getum ekki full- yrt, að kónguló fái höfuðverk eða ógleði, virðist sem erfitt muni reynast að neita því að sumar kóngulóartegundir, að minnsta kosti, beri í brjósti þá fínu og margslungnu tilfinningu, sem við köllum móðurást. Að sjálfsögðu ber okkur að vera gætin í ályktunum; maðurinn hefur einn allra dýra hæfileika til að gæða eðlishvatir sínar til- finningasemi. Það sem við köll- um móðurást, getur verið hvað sem er, allt frá dulbúinni drottn- unargirni til sjúklegrar löngun- ar til lifa í barninu hin glötuðu bernsku á ný. En hvernig sem þessu er varið, þá skulum við koma út í garðinn, þangað sem Theridium notatum hefur byggt hinn keilulaga barnagarð sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.