Úrval - 01.08.1953, Page 52

Úrval - 01.08.1953, Page 52
50 ÚHVAL I þeim sönnunargögnum, sem fyrir liggja, eru mörg dæmi um nauðganir, hórdóm, fjölkvæmi og opinbert hneykslanlegt sam- býli og algert samsæri allra um að fremja alla þessa glæpi, ýms dæmi um skattsvik, misnotkun á fé til skólahalds og skólahúsi og fölsun á opinberum skýrslum. Leiðtogarnir, sem ábyrgð bera á þessum margvíslegu lög- brotum, eru orðnir svo miklir fyrir sér, að sumir þeirra hafa hælt sér af því við yfirvöld Mohavesýslu, að Arizonaríki hafi ekki afl til að grípa í taum- ana. Þeim hefur verið vörn í landfræðilegri legu þorpsins. Gljúfrm miklu (Grand Canyon) skilja það frá öðrum hlutum sýslunnar og það liggur við landamæri Utahríkis . . . Fyrir sextán árum voru tveir menn, sem voru þá að heita mátti einu karlmennirnir í Short Creek, settir í ríkisfangelsið fyrir svívirðilegt brot á siðgæð- islögum rikisins. Þeir áttu sex konur. En fangavist þeirra lauk. Þeir hurfu aftur til Short Creek, og nú hefur þessum tveim f jölg- að upp í þrjátíu og sex og kon- um þeirra úr sex í áttatíu og sex . . . Það er augljóst mál, að eftir tíu ár myndu íbúar Short Creek skipta þúsundum, og mundi þá ekki nægja heill her til að binda endi á þetta lögleysisástand og ögrun við allt réttlæti . . . “ Frásögn Jonreeds Lauritzen. Nóttin var í flestu eins og aðrar sumarnætur. En ekki a<5 öllu leyti. Tunglmyrkvi var í aðsígi, og mótorskellir heyrðust neðan úr dalnum. Það er ekki óvenjulegt að heyra í bíium á öllum tímum sólarhringsins, en það er óvenjulegt að heyra í ljósavélinni klukkan þrjú um nótt og óm af mannamáli. Það var einhver undarleg ókyrrð 1 loftinu. Eins líklegt var þó, að þessi ókyrrð væri innra með sjálf- um mér. Kvöldið áður hafði ég tekið endanlega ákvörðun um að flytja burt héðan og yfir- gefa jörð mína, sem ég hafði búið á alla ævi og var orðin hluti af sjálfum mér. Dagur var að kvikna yfir hæðunum í austri. Það var komið fram yfir þann tímav sem ég var vanur að fara á fætur og hita mér kaffi og byrja að vinna að skáldsög- unni minni, en ég lá kyrr í rúminu. Tilhugsunin um brott- flutninginn lét mig ekki í friði og margvíslegar tilfinningar toguðust á í mér. Ég hrökk upp úr þessum hugrenningum við sprengingu. Ég fór fram úr og horfði út um vesturgluggann. Á veginum við suðurlandamærin var löng röð bílaljósa. „Þarna kom það!“ hugsaði ég. „Þeim hef- ur aldrei komið til hugar, að- þetta mundi koma fyrir aftur.“ En þetta kom þorpsbúum ekki á óvart. Mótorhljóðið, sem ég hafði heyrt, hafði verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.