Úrval - 01.08.1953, Page 75

Úrval - 01.08.1953, Page 75
UM MÆNUVEIKI 73' En sem betur fer sýkist oftast aðeins hluti af mænunni eða mænuheilanum, og ef eyðilegg- ingin er ekki alger, eða ekki sýk- ist einhver mikilvæg taugamið- stöð, getur sjúklingurinn ekki aðeins lifað veikina af, heldur ef til vill fengið fuila heilsu aft- ur. Það sem læknirinn getur og verður að gera, er að sjá um að ekkert komi fyrir, sem rýrir möguleika sjúklingsins til að fá fullan bata. Sjúklingum með öndunarlömun er sérstök hætta búin og þarf mikla nákvæmni við þá. Það er einkum þrennt, sem er hættulegt. Ef súrefnis- magnið í blóðinu minnkar, getur það valdið banvænum skemmdum í heilanum, sem er sérstaklega næmur fyrir súrefnisskorti. Þess verður því að gæta, að súrefnismagn- ið í blóðinu fari ekki niður fyrir ákveðið lágmark. Jafn- mikilvægt er, að sú kolsýra, sem myndast í vef jum líkamans kom- ist burt með nægilegri loftræst- ingu lungnanna. Auk þess getur safnazt slím í barkann, af því að sjúklingurinn getur ekki hóstað því upp, lömun í kinging- arvöðvunum getur valdið því að matur, munnvatn eða uppsölu- mauk lendir ofan í barkann og lokar ekki aðeins öndunargöng- unum, heldur getur einnig vald- ið sýkingu. Það er því mikil- vægt, að öndunargöngunum sé haldið hreinum og þess gætt að ekki komist aðkomuefni í þau. Til þess er sífelld árvekni nauð- synleg; einnar mínútu aðgæzlu- leysi getur valdið óbætanlegu tjóni. Oft geta- sjúklingar verið í hættu vikum saman, og er því auðskilið, hvílíkt geysiálag svona faraldur er á starfslið og tæki spítala, sem verður að taka við 300 slíkum sjúklingum á nokkrum mánuðum. Það kom greinilega í Ijós í faraldrinum í fyrrahaust, hve samhjálp þjóða er mikilvæg, og varð sú reynsla til þess, að styrktarfélög lömunarsjúklinga á Norðurlöndum urðu ásátt um áætlun um gagnkvæma aðstoð. Æ meiri faraldrar. Er ástæða til svona viðbún- aðar? mun einhver spyrja. Því miður verður að svara spurn- ingunni játandi. Eins og ég hef þegar bent á, sjást þess greini- leg merki, að mænuveikin er að færast í aukana víða um heim. Fyrir 100 árum var hún að heita má óþekkt og það er hún enn meðal frumstæðra þjóða í hita- beltislöndunum. Á áratugunum fyrir síðustu aldamót f ór að bera á minniháttar f aröldrum einkum á Norðurlöndum. Síðan hafa faraldranir orðið æ meiri og koma nú reglulega á hverju ári, þótt þeir séu misjafnlega skæð- ir. Opinberar skýrslur tala um þetta skýru máli. Á árunum 1916—’20 fundust árlega að meðaltali 5 sjúklingar á hverja 100.000 íbúa. Á næstu fimm ára tímabilum eru samskonar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.