Úrval - 01.08.1953, Qupperneq 99

Úrval - 01.08.1953, Qupperneq 99
EKKJTJLEIKUR 97 Ekki orð umfram. Ekkert um hvernig hann var, hvernig hann kom fyrir sjónir, hvernig hann orkaði á aðra. Einungis þögn meðan hún horfði á mig trún- aðarfullu tilliti sem eins og gerði ráð fyrir að öll þessi smáatriði lægju ljós fyrir mér ef ég aðeins heyrði nafn Georgs, á sama hátt og menn hafa sagt nóg þegar þeir hafa sagt Mozart eða Karl tólfi. Georg var maðurinn sem hún hafði deytt. Og með honum komum við að þriðja upphafi sögunnar. Þar segir frá kvísl af smálenzkri að- alsætt sem einhverntíma um miðja sextánöu öld, á tímabili hins stutta nýlenduævintýris okkar í Ameríku, hafði flutt vestur til Delaware, þar sem einn ættmennanna hafði um skeið verið landstjóri kon- ungs í Nýju Svíþjóð og síðar flutzt suðurábóginnundirensku nafni og orðið plantekrueigandi í Virginíu, en allan tímann hald- ið sambandi við föðurleifð sína og skyldfóik heima á Smálandi, og þó að þau tengsl væru oft slitrótt, rofnuðu þau aldrei að fullu. Nú skaut Georg, yngsta sprota ættleggsins, upp í þessari afskekktu sveit Suður-Svíþjóð- ar, og um hann lék ævintýra- bjarmi fjarlægra landa. Annars var það ekki í fyrsta sinn sem hann kom til Svíþjóðar. Hann var fæddur í Portsmouth, þar sem foreldrar hans höfðu búið um skeið, en þeir bjuggu þá nokkur ár í Evrópu, og rétt áð- ur en þau fóru aftur vestur hafði hann, þriggja ára gamall, átt heima sumarlangt í sama héraði og hann nú gisti, og sjálf- sagt var það skýringin á því að honum fannst síðar meir hann heyra því til. Gleymdar minn- ingar eru þyngri á metunum en við höldum. Enda þótt hann væri yfirlæt- isleysið persónugert hlaut hann að sjálfsögðu að vera ævintýra- prins í augum jafnaldra sinna. í þessu skúmaskoti veraldar, þar sem við eigum heima, geng- ur okkur illa að sjá útlending- inn aðeins sem sjálfstæðan ein- stakling. Þeir, sem kynntir voru Georg, sáu ekki kæruleysisleg- an, glæsilegan, nýstárlega búinn, háan, dökkleitan ungan mann með mjúka andlitsdrætti og af- ar blá augu — þeir sáu jafn- framt langar raðir af kolsvört- um þrælum strita í steikjandi hitabeltissól meðan svipan hvein yfir höfðum þeirra; ómálaða, tjaldaða sléttuvagna, sem skröngluðust vestur á bóginn; eirrauða, f jaðurskreytta Indíána í ólmum stríðsdansi; skeggjaða gullgrafara í kringum póker- borð; guðlausa mormóna vafr- andi í gjálífi með ótal hjákon- um; og ef til vill stöku sinnum brot af válegu þunglyndisaugna- ráði Edgars Allans Poe, vanga- myndinni af Georg Washington í kuldalegu landslagi Valley Forges eða kennslubókarmynd- inni af Benjamín Franklín sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.