Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Fleiri ungmennafélagar komu fær- andi hendi á Bessastaði. Ungmenna- félagið Þróttur gaf forsetanum buff og fékk hann auk þess að gjöf treyju með merki Ungmennafélags Íslands auk bókanna Vormenn Íslands sem fjallar um sögu UMFÍ og sögu um Landsmót UMFÍ, eintök af tímaritinu Skinfaxa og ýmislegt fleira tengt hreyfingunni. Skinfaxi 4. tbl. 2016 Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags Íslands. Það hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Blaðið kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagninn sem goðsagnaveran Dagur ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ Ljósmyndir: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Kristján Sigurðsson, Hafsteinn Snær o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: Miðlun ehf. o.fl. Ritnefnd: Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Birgir Örn Sigurðsson, Jón Páll Hreinsson og Vigdís Diljá Óskarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568-2929 umfi@umfi.is – www.umfi.is Starfsfólk UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar- fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki) Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari Starfsfólk Evrópu unga fólksins Anna R. Möller, forstöðumaður Helga Dagný Árnadóttir, verkefnastjóri Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi Starfsfólk UMFÍ á Laugum í Sælingsdal Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Jörgen Nilsson, tómstundaleiðbeinandi Gunnar Már Gunnarsson, tómstundaleið- beinandi og starfsmaður Sælingsdalslaugar Hrönn Jónsdóttir, tómstundaleiðbeinandi Marta Sigurðardóttir, matráður Vladimir Babic, tómstundaleiðbeinandi Céline Castel, matráður Tomáš Hub, tómstundaleiðbeinandi Stjórn UMFÍ: Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi Varastjórn UMFÍ: Þorgeir Örn Tryggvason, Kristinn Óskar Grétuson, Sigurður Óskar Jónsson og Guðmundur Sigurbergsson. Forsíðumynd: Hressar stelpur á Unglingalandsmótinu í Borgarnesi síðastliðið sumar. „Við erum mjög stolt af þessu því þetta eru mjög jákvæð skilaboð,“ segir Sólrún Halla Bjarnadóttir, formaður UMSB. Hún er kenn- ari við grunnskólann á Hvanneyri. Þar hefur hún ásamt nemendum sínum á aldrinum 6–10 ára búið til litla og litskrúðuga platta úr tré með skemmtilegum og góðum skila- boðum. Nemendurnir eru aðeins 28 talsins og hafa þeir búið til hvorki fleiri né færri en 160 platta með skilaboðum sem þeir vilja færa fólki. Þeim hefur verið dreift víða um sveitir í Borgarfirðinum. Sólrún gaf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, einn tréplatta á Degi sjálf- boðaliðans sem fagnað var á Bessastöðum 5. desember sl. Þangað bauð forseti Íslands í heimsókn forsvarsmönnum aðildarfélaga UMFÍ, stjórn og starfsfólki. Guðni bauð upp á kaffi og kruðerí, sýndi og fræddi gesti um húsakynni á Bessastöðum ásamt því að minnast langafa síns, alþýðufræðarans Guðmundar Hjaltasonar, sem var ötull talsmaður ungmennafélagshreyfingar- innar og þess sem hún stendur fyrir. Dæmi um skila- boð barnanna „Bros er þinn stíll“ „Þú ert hetja“ „Njóttu lífsins“ „Lifðu lífinu“ Börnin færa forsetanum jákvæð skilaboð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Sólrún Halla Bjarna- dóttir, formaður UMSB. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Erni Guðnasyni, varaformanni UMFÍ, og Auði Ingu Þorsteins- dóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Ungmennafélagar í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á degi sjálfboðaliðans sem var 5. desember sl.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.