Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 33
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 33 Þegar ungmennafélögin komu til sögunnar í kringum aldamótin 1900 neitaði yngri kynslóðin að lúta dönskum kóngi og dönsk- um fána. Sjálfstæðishugur var í fólki og það vildi eignast íslenskan þjóð- fána. Einar Benediktsson skáld varpaði þeirri hugmynd fyrstur manna fram í mars árið 1897 í Dagskránni, blaði sem hann átti og stýrði, að búa til sérstakan íslenskan fána sem skyldi vera hvítur kross á bláum feldi. Litirnir stóðu fyrir bláan himin og hvítan snjó. Föðursystir hans, Þorbjörg Sveins- dóttir, hafði forgöngu um að sauma fánann og var kraftur settur í að kynna hann við ýmis tækifæri. Ungmennafélag Akureyrar átti frum- kvæði að því að setja bláhvíta fánann í öndvegi. Ungmennafélagshreyfingin tók undir afstöðu Akureyringa. Hannes Hafstein var foringi Heimastjórnarmanna, sem voru mótfallnir bláhvíta fánanum sem þjóðarfána, en þeir töpuðu í alþingis- kosningum sumarið 1908. Fátt bar til tíðinda í fánamálum Íslands þar til fimmtudagurinn 12. júní 1913 rann upp. Þá reri Einar, bróðir Sigurjóns, sér til skemmtunar um Reykjavíkurhöfn með bláhvíta fánann við hún. Danskur varð- Hver var Sigurjón Pétursson? skipsforingi taldi þetta óhæfu og lét gera fánann upptækan. Fréttin af aðgerðum Dananna leiddi til þess að hópur ung- mennafélaga í bænum lagði niður störf og hvatti bæjarbúa til að draga bláhvíta fánann að húni. Fljótlega blakti hvítblái fáninn víða og voru þeir dönsku fánar sem enn blöktu teknir niður. Strax um kvöldið mættu fimm þúsund manns á borgara- fund og mótmæltu því að fáninn hafði ver- ið tekinn af Einari. Árið 1915, tveimur árum eftir að fánamálið komst í hámæli, eignuð- ust Íslendingar þrílita fánann sem enn er í notkun. Ungmennafélagar höfðu hins vegar tekið ástfóstri við Hvítbláin og varð hann að fána UMFÍ. Þeir bræður, Sigurjón og Einar, vildu veg Hvítbláins sem mestan og hélt Sigur- jón honum í heiðri á sérstökum fánadegi, sem hann ákvað að halda hátíðlegan 12. júní ár hvert til að minnast handtöku bróður síns. Annað hlutverk fánadagsins var reyndar það að fjármagna byggingu sundlaugarinnar í Mosfellssveit. Heil- mikið hefur ætíð verið gert í tengslum við fánadaginn í Álafosskvosinni síðan þetta var og er hið árlega Álafosshlaup arfleifð frá þeim dögum. Varð næstum því þjóðfáni Íslands sem styrkti stoðir ullariðnaðar að Álafossi. Sigurjón nýtti líka vatnið til sundkennslu og kenndi sveitungum sínum auk þess dýfingar. Sigurjón var sjálfur mikill áhugamaður um íþróttir og árið 1928 stofnaði hann íþrótta- skóla fyrir börn sem starfaði til ársins 1940. Í upphafi var sund stundað í Varmá sem var volg fyrir ofan fossinn en þar myndaðist veg- legt lón þegar fallvatnið var virkjað og hún því góð til sunds og dýfinga. Árið 1933 var vígð sundhöll að Álafossi og var hún ein fyrsta sinnar tegundar á landinu. Dæmi eru um fólk hafi komið víða að og ungmenni hafi ferðast í hópum, fótgangandi eða á reiðhjólum frá Reykjavík til þess að fá sér sundsprett í sundhöllinni í Álafosskvosinni. Sigurjón andaðist árið 1955, aðeins 67 ára að aldri. Hvítbláinn er nátengdur þeim bræðrum, Sigur- jóni og Einari Péturssonum. Sigurjón var einn mesti íþróttakappi Íslands á öðrum áratug 20. aldar. Hann var glímukóngur Íslands sam- fleytt árin 1910–1919, sexfaldur skjaldarhafi Ármanns, óvenjulega góður skautamaður, sundmaður, göngugarpur og frjálsíþróttamaður. Sigurjón átti meðal annars frumkvæðið að því að íþróttahreyfingin á Íslandi sameinaðist árið 1912 og leiddi til þess að Íslendingar kepptu á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi. Sigurjón Pétursson var ötull talsmaður íþrótta og lýðheilsu. Sigurjón eignaðist hlut í Álafoss- verksmiðjunni í Mosfellssveit árið 1917. Hann varð síðar aðaleigandi hennar og var frumkvöðull í iðnaði tengdum ullarvörum. Hann nýtti líka heita vatnið á svæðinu á nýstárlegan máta, til kyndingar og fleira

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.