Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Fimleikadeild Ung- mennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði hóf í haust að bjóða upp á fimleika fyrir full- orðna eftir vinnu. Fjöldi iðkenda er um tólf til fjórtán einstakl- ingar á aldrinum 18–45 ára og hefur hluti þeirra ekki æft fimleika áður. Yfirþjálfarinn Einar Smári Þorsteinsson segir hugmyndina byggja á starfi frænda síns, sem stýrði fimleikum fullorðinna fyrir um áratug auk þess sem horft var til þess að boðið var upp á fimleika einn vetur fyrir fjórum árum. „Ég og fleiri íþróttaþjálfarar vildum hreyfa okkur meira og mér datt í hug að bjóða fleirum að gera það líka. Þess vegna fórum við að bjóða upp á fimleika fyrir fullorðna í Höfn með svipuðu sniði og er í boði víðar,“ segir Einar. Æfingar voru fyrstu árin á föstudags- kvöldum. Það þótti óheppilegt í vikulokin, tími sem margir vilja eyða með fjölskyld- unni. Erfitt var að koma fimleikunum fyrir á öðrum tíma. Einar og bróðir hans, sem var yfirþjálfari í fimleikum í fyrra, höfðu auga- stað á Mánagarði, félagsheimili Nesja- manna. Húsið er farið að eldast, enda vígt árið 1952. Í húsinu er íþróttasalur sem ekki er almennt í notkun nema helst undir þorra- blót og stöku leiksýningar. Fimleikasalur- inn er ákjósanlegur og fóru þeir bræður að Félögin bjóða upp á fleiri möguleika til að hreyfa sig „Við byrjum á upphitun og förum síðan í teygjur. Eftir það taka við stökk. Þeir taka þátt sem telja sig ráða við það. Við end- um svo alltaf á þreki og léttum teygjum.“ vinna í því að fá að kenna fimleika í húsinu. Þar fengu þeir inni með æfingar í byrjun árs 2016. Æfingar voru síðar færðar yfir á þriðjudagskvöld og við það sáu sér fleiri fært að mæta á æfingarnar. Það er alltaf gaman að heyra af einhverju skemmtilegu og heil- brigðu sem maður vissi ekki af og prófa það. Á sambandsþingi UMFÍ, sem fram fór í Vík í Mýrdal í október 2015, fengu allir full- trúar kynningu á starfsemi Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ að Laugum í Sælingsdal. Tveir fulltrúar frá Ungmenna- félagi Kjalnesinga (UMFK) heilluðust mjög af kynningunni og starfi búðanna. Þegar heim var komið var blásið til fundar í stjórn UMFK og sögðu þeir þar frá starfinu í ungmennabúðunum. Ásdís Hallgrímsdóttir, formaður UMFK, fylgdi málinu eftir. Hún er sérkennslustjóri leikskólans á Kjalarnesi en hann er sam- einaður Klébergsskóla sem er grunnskóli fyrir nemendur í 1.–10. bekk. Ásdís kann- aði hvort áhugi væri hjá skólastjórnend- um fyrir að senda nemendur á unglinga- stigi í búðirnar og fékk hún góðar undir- tektir. Þar sem UMFK hafði safnað fjármagni í sjóð var ákveðið að styrkja alla nemendur unglingastigsins til ferðarinnar. Þeir hafa nú farið einu sinni vestur í Dali. Mikil ánægja var með ferðina og hefur verið ákveðið að UMFK styrki elsta stig grunn- skólans (8.–10. bekk) þriðja hvert ár til þess að fara í Ungmenna- og tómstunda- búðirnar að Laugum. Venjan er að nemend- Gaman þegar nemendur hitta jafningja á Laugum Allir nemendur á þessum aldri fá tækifæri til að fara einu sinni á Laugar. Viltu vita meira um Ungmenna- búðir UMFÍ á Laugum í Sælingsdal? Meiri upplýsingar eru á www.ungmennabudir.is Ásdís Hallgrímsdóttir, formaður UMFK. ur 9. bekkja í grunnskólum landsins komi alla jafna til Lauga. Í Klébergsskóla er sam- kennsla 8.–10. bekkjar. Nemendurnir eru um 40 og fá allir á þessum aldri því tæki- færi til að fara einu sinni á Laugar. Ásdís segir ferðina hafa verið ákaflega skemmtilega og var nemendum boðið upp á fjölbreytt verkefni sem stuðluðu að frumkvæði þeirra. Gaman hafi líka verið fyrir nemendur í litlum skóla á borð við Klébergsskóla að hitta jafningja úr öðrum skólum. Hvaða möguleika býður félagið þitt upp á?“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.