Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Þeir sem leið eiga um Álafosskvos- ina í Mosfellsbæ komast vart hjá því að taka eftir Hvítbláni, ein- kennisfána Ungmennafélags Íslands, sem blaktir þar við hún á hverjum degi. Þegar nánar er að gáð er fáninn á tveimur stöðum, á báðum brúar- stöplunum að Álafosskvosinni og uppi á hæð, í suðri gegnt Álafossversluninni og á milli minjavöruverslunar og Sundlaug- arinnar, hljóðvers hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Ungmennafélagar spyrja sig efalítið þess, hverju sæti að Hvítbláinn blaktir við hún í Álafosskvosinni. Það vita máske þeir sem eldri eru en tvævetur. Þegar gengið er inn í Álafossverslunina og skoðað í hillur er ljóst að þar er saga Álafoss og ungmennahreyfingarinnar í hávegum höfð. Á milli lopa, sokka, peysa og trefla eru innrammaðar eftirprentanir af ljósmyndum ásamt texta þar sem for- tíðinni er lýst; íþróttakennslu drengja við Íþróttaskóla Álafoss, sundkennslu í Varmá og ýmsum merkum viðburðum á milli stríðanna stóru. Sá sem dregur fánann að húni og held- ur sögu Álafoss á lofti er Guðmundur Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Álafoss. Hann er heillaður af sögu staðarins, sérstaklega glímukónginum Sigurjóni Péturssyni kaup- sýslumanni sem keypti nær allan hluta í Álafossi árið 1917 og byggði staðinn upp sem bæði leiðandi fyrirtæki í ullariðnaði og íþróttum. „Þegar ég tók við Álafossi árið 2005 fannst mér svæðið allt svo frábært. Þegar ég kynnti mér síðan sögu staðarins varð ég svo heillaður af henni og Sigurjóni Péturssyni glímukóngi að ég hafði sam- band við Ungmennafélag Íslands og fékk hjá því fána og leyfi til að flagga til að heiðra minningu Sigurjóns og ungmenna- félagshreyfingarinnar sem honum var annt um,“ segir Guðmundur. Flaggar Hvítbláni á hverjum degi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.