Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Sambandsaðilar UMFÍ geta óskað eftir því að fá námskeiðið til sín endurgjaldslaust með því að hafa samband við Þjónustumiðstöð UMFÍ. Það er Æskulýðsvettvangur- inn, samstarfsvettvangur UMFÍ, BÍS, KFUM og K og Slysavarna- félagsins Landsbjargar sem greiðir fyrir námskeiðið. Hvert námskeið er 3 klst. Hægt er að nálgast bók- ina Verndum þau í Þjónustumiðstöð UMFÍ. U M FÍ „Þetta var flott. Ég lærði hvernig ég á að setja upp ræður, draga úr stressi áður en ég tala fyrir framan hóp af fólki og hvernig ég á að standa þegar ég kem fram. Þetta lær- um við ekki nema að hluta í skólanum,“ segir Vaka Agnarsdóttir, 15 ára nem- andi við Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Á meðal þess sem Vaka lærði var að byggja ræður upp á réttan hátt, koma á staðinn þar sem mun flytja ræðu talsvert á undan öðrum og fara yfir efnið góðri stundu áður en hún á að koma fram. „Ég lærði það á námskeiði UMFÍ,“ segir Vaka. Lærðu að undirbúa framsögn Sambandsaðilar UMFÍ geta haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ og óskað eftir því að fá námskeiðið til sín eða senda ung- mennaráð og félaga á námskeið í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, hefur veg og vanda af kennslunni og utanum- haldi námskeiðsins Sýndu hvað í þér býr. Sabína hefur farið um allt land með námskeiðið fyrir bæði ungmenni og stjórnendur ung- mennafélaga. Um 200–300 manns sitja námskeiðið á hverju ári. VERKEFNI SEM TENGJAST Vaka kom í lok nóvember, ásamt 17 öðrum grunnskólanemendum sem sæti eiga í Ungmennaráði Hafnarfjarðar og Ungmennaráði Mosfellsbæjar, í þjónustu- miðstöð UMFÍ. Þar sátu þau félagsmála- námskeiðið Sýndu hvað í þér býr. Á nám- skeiðinu var farið yfir ýmsa þætti sem tengjast ræðumennsku, framkomu, ræðu- flutningi og raddbeitingu, fundarsköpum, fundarreglur, boðun funda, fundarskipan, meðferð tillagna, kosningar og fleira. Þátt- takendur vinna jafnframt einföld verkefni og fara í leiki til þess að brjóta upp nám- skeiðið. Þetta eru orð Höllu Karí Hjaltested, fram- kvæmdastjóra fimleikadeildar Fjölnis. Í haust fékk félagið námskeiðið Verndum þau til sín. Halla Karí sagði jafnframt, „námskeiðið vakti mig til umhugsunar um hvað það er mikilvægt að huga að einstaklingunum en ekki bara að faglegri þjálfun. Eftir námskeiðið þekki ég betur ferlið með hvað skal gera ef grunur um ofbeldi kemur upp.“ Á námskeiðinu Verndum þau er fjallað um hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ung- mennum á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrota- fræðingur (t.v.), og Þorbjörg Sveinsdóttir, sálfræðingur (t.h.). „Mikilvægt að allir einstaklingar sem vinna með börnum fái námskeið á þessu sviði“ Nokkrar umsagnir um námskeiðið: „Virkilega fræðandi námskeið og frábærir kennarar.“ „Vekur mig til umhugsunar um hvað það er mikilvægt að huga að einstaklingnum en ekki bara að faglegri þjálfun.” „Fylgist betur með hvernig iðkendur mínir eru, hvernig þau tala og hvernig þeim líður.” „Mikilvægt að allir einstaklingar sem vinna með börnum fái námskeið á þessu sviði.” „Þekkjum betur ferlið með hvað skal gera ef grunur um ofbeldi kemur upp.“ Höfundar bókarinnar Verndum þau, Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrota- fræðingur, og Þorbjörg Sveinsdóttir, sál- fræðingur, sjá um kennslu á námskeiðinu. Báðar starfa þær í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.