Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 Frístundakort eru ekki í boði í Ísafjarð- arbæ. Margrét Halldórsdóttir, sviðs- stjóri skóla- og tómstundasviðs Ísa - fjarðarbæjar, segir peningana nýtast betur með því að niðurgreiða íþrótta- og tóm- stundastarf fyrir börn. „Við teljum að peningar, sem lagðir eru í íþrótta- og tómstundastarf barna og ung- menna, nýtist betur með þeim hætti sem við bjóðum upp á en með frístundastyrkj- um til foreldra. Börnin geta valið hvað þau vilja stunda,“ segir Margrét. Ísafjörður býður foreldrum barna og ungmenna ekki upp á frístundastyrk. Þess í stað niðurgreiðir bærinn íþrótta- og tóm- stundastarf barna. Ísafjarðarbær og Hér- aðssamband Vestfirðinga gerðu sín á milli samstarfssamning árið 2008 um íþrótta- starf barna í bænum. Samningurinn hefur tekið breytingum við endurnýjun og í dag leggur sveitarfélagið til 15,6 milljónir króna til frístundaskóla og rekstrarstyrki til íþróttafélaga auk annarra fjármuna. „Ef nemendafjöldi í 1.–4. bekk er skoð- aður með hliðsjón af þeirri upphæð sem fer í frístundaskóla greiðir Ísafjarðarbær 45–50 þúsund krónur fyrir hvert barn. Á sama hátt gera rekstrarstyrkir og niður- greiðslur íbúða fyrir þjálfara íþróttafélaga félögunum kleift að halda æfingagjöldum lágum fyrir eldri nemendur. Núna greiða foreldrar barna í 1.–4. bekk 8.000 kr. á önn, sama hversu margar íþróttagreinar barnið stundar,“ segir Margrét. Jákvætt að geta valið Nú stendur yfir sjötta starfsár Íþróttaskóla HSV. Í vetur er skólinn í samstarfi við Frí- stund fjórða árið í röð. Frístund er sam- starfsverkefni HSV, Grunnskólans á Ísafirði, heilsdagsskólans Dægradvalar og tónlistar- skóla. Skipulagið er með þeim hætti að á hverjum degi er gert hlé á skóladeginum klukkan 11 fyrir nemendur til að sinna íþróttum og tómstundum í eina klukku- stund. Sumir velja íþróttir eða tónlist en aðrir kjósa að fara út að leika. Þetta er gert til að brjóta upp dag nemenda og flétta íþrótta- og tómstundastarfi inn í skóladaginn. „Þetta er jákvætt því allir taka þátt í ein- hverju íþrótta- og tómstundastarfi. Svo- leiðis var það ekki áður. Foreldrar greiða fyrir íþróttaiðkun barna og tónlistarnám eins og áður. En það eru líka margar tóm- stundir í boði sem sveitarfélagið greiðir fyrir að fullu því börnin geta valið útivist, dans, frístundafjör, yoga, rólegheitastund, bókasafn og frjálsan leik þar sem hægt er að gera ýmislegt. Við erum ánægð og stolt af þessu verkefni,“ segir Margrét. Telja hag- kvæmara að niðurgreiða íþrótta- og tómstunda- iðkunina Margrét Hall- dórsdóttir, sviðs- stjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar. Frístundastyrkir tíðkast ekki í Vopna- firði. Sveitarfélagið leggur rúmar 4,2 milljónir króna á þessu ári til íþrótta- og æskulýðsstarfs, að stórum hluta til Ungmennafélagsins Einherja. Hlutaðeigandi félög nota styrki sína bæði í þágu ungmenna og fullorð- inna. Hjá Ungmennafélaginu Einherja, Hestamannafélaginu Glófaxa og Björg- unarsveitinni Vopna er rekið umtalsvert ungmennastarf. Er starfið hjá Einherja að sjálfsögðu umfangsmeira en hinna, stundar góður hluti nemenda Vopna- fjarðarskóla æfingar hjá félaginu sumar sem vetur. Einherji býður jafnframt upp á æfingar í fótbolta og blaki. Er til þess tekið hversu starfið er blómlegt en Einherji heldur úti meistaraflokki í karla- og kvennaflokki, sem er skipað- ur heimafólki að langmestu leyti. Um nokkurt árabil hefur verið í gildi samningur Vopnafjarðarhrepps og útgerðarfyrirtækisins HB Granda um rekstur íþróttahúss Vopnafjarðarhrepps. Með samningnum er tryggt að allir fái frítt aðgengi að líkamsrækt íþróttahúss- ins og hefur það eðlilega mælst ákaf- lega vel fyrir. Nemendur 8.–10. bekkjar Vopnafjarðarskóla mega stunda þar æfingar undir eftirliti og þetta er fyrir- taksgrunnur fyrir fullorðinsárin. Sveitar- félagið rekur jafnframt félagsmiðstöð- ina Drekann og er hún opin öllum nem- endum grunnskólans að kostnaðar- lausu. Þar er starfsmaður í 30% starfs- hlutfalli. Í gegnum tíðina hefur Vopnafjarðar- hreppur lagt umtalsvert fé til menningar- mála og staðið að margs konar ung- mennastarfi, s.s. listasmiðjum, sem lokið hefur með sýningu þátttakenda. Hefur starfið lengstum verið krökkun- um að kostnaðarlausu. Mikið æskulýðs- og ungmennastarf í Vopnafjarðarhreppi ÍSAFJARÐARBÆR VOPNAFJARÐARHREPPUR

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.