Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands * Skýringar (frh.) Grindavík: Fyrirkomulagið í Grindavík er með nokkuð öðrum hætti. Ekki er greiddur frístundastyrkur með tilheyrandi umsýslu heldur gerður beinn samn- ingur við UMFG og félög sem bjóða upp á frístundastarf. Í raun er þetta því beinn styrkur til foreldra. Þetta þýðir að börn á grunnskólaaldri geta t.d. æft eins margar íþróttir innan UMFG og þau vilja fyrir eitt gjald. Sem dæmi rukkar UMFG eitt æfingagjald, 22.500 kr. á ári, fyrir hvert barn. UMFG sér um umsýslu í gegnum Nora. Innan UMFG er svo formúla sem reiknar út styrkinn frá bænum til deildanna. Bláskógabyggð: Greiddir fastir vísitölutryggðir styrkir til íþróttafélaga og björgunarsveita núna í ár, þ.e. 2016. Vesturbyggð Vesturbyggð er ekki með beina frístundastyrki en styrkir íþróttafélögin og starf þeirra bæði með beinum styrkjum og einnig með niðurgreiðslu á leigu á íþróttamannvirkjum. Kostnaður við þátttöku barna og ungmenna á nám- skeiðum hjá íþróttafélögum á vorönn nam lægst 8.500 kr. fyrir eina grein og 23.680 kr. fyrir þrjár greinar. Íþróttaskóli er starfræktur fyrir börn 6–9 ára og kostar hann 1.750 kr. á mánuði. Snæfellsbær: Snæfellsbær niðurgreiðir 100% alla tíma sem ungmennafélög- in nota í barna- og unglingastarf, bæði í íþróttahúsi og sundlaug. Reiknaður styrkur til þeirra nemur 11,5 milljónum króna. Að auki er beinn styrkur til ungmennafélaganna upp á 3,2 milljónir króna og launastyrkur vegna fram- kvæmdastjóra íþróttastarfs barna og unglinga upp á 1,1 milljón kr. Einar Haraldsson, formaður og fram- kvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, segir frístunda- styrki koma bæði börnum og foreldrum til góða. Að hans mati myndi rafræn skrán- ing hvata- og frístundastyrkja einfalda utanumhaldið. Reykjanesbær greiðir árlega hverju barni, sem lögheimili á í bæjarfélaginu og er í grunnskóla, 15.000 krónur til niður- greiðslu á viðurkenndu íþrótta-, tómstunda- og listgreinastarfi. Skilyrði þess að hægt sé að nýta hvatagreiðslurnar er að um skipu- lagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara og kennara/leiðbeinanda og nái yfir eina önn eða að lágmarki átta vikur. Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvata- greiðslur að hluta eða að fullu falla eftir- stöðvar niður um áramót. Einar segir að hvatagreiðslurnar hafi verið frekar lágar fyrstu árin. Þær hafi verið 10.000 kr. um skeið en hafa hækkað. Hvata- greiðslur eru á þessu ári eru 15.000 kr. Hann segist telja að þær eigi að hækka í 21.000 kr. 2017. Það er jákvætt skref, að hans mati þó svo að þær mættu vera hærri. Umsýsla greiðslna og frístundastyrkja er mjög mismunandi milli sveitarfélaga. Í sumum tilvikum eru ávísanir sendar foreldr- um í pósti eða styrkirnir greiddir eftir á og haldið utan um greiðslurnar á bæjarskrif- stofunum með einföldum hætti, svo sem í töflureikni á borð við Excel. Í Reykjanesbæ senda íþróttafélögin skýrslur um þátttöku barna í íþróttum á bæjarskrifstofuna svo fólk geti gengið frá hvatagreiðslum. Að mati Einars myndi það einfalda alla umsýslu verulega að hafa eina gátt á borð við vef- skráningar- og greiðslukerfið Nóra, sem mörg íþróttafélög nýta sér. Til viðbótar við hvatagreiðslur styrkir Reykjanesbær Íþróttabandalag Reykjanes- bæjar um 18 milljónir króna á ári í formi þjálfarastyrks sem bandalagið útdeilir eftir ákveðinni reiknireglu. Til þess að eiga tilkall í þennan styrk þurfa félögin að vera innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og vera fyrirmyndarfélag/deild innan ÍSÍ. Einar telur nauðsynlegt að styrkja skipu- legt íþrótta- eða tómstundastarf barna og ungmenna auk þess að styrkja foreldra með frístundastyrk eða hvatagreiðslum. „Um leið og íþróttaiðkun og tómstundir kosta iðkendur ekkert þá verður starfið ómarkvissara. Þjálfarar vita ekki hve mörg börn mæta á æfingar og skipulagið verður upp og ofan og reiðileysi verður ofan á. Hvatagreiðslur koma í veg fyrir þetta. Háar greiðslur eða styrkir hvetja foreldra barna og ungmenna til að nýta sér þær og þjálf- arar geta boðið upp á markvissari æfingar en ella,“ segir Einar Haraldsson. Háar greiðslur eða styrkir hvetja foreldra barna og ung- menna til að nýta sér þær Einar Haraldsson, formaður og framkvæmda- stjóri Keflavíkur, íþrótta- og ung- mennafélags. REYKJANESBÆR

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.