Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Agnes Helga Sigurðardóttir kannaði hvernig stuðningi sveitarfélaga væri háttað vegna íþrótta- og tómstunda- þátttöku barna og unglinga þegar hún gerði BA-verkefni sitt í félags- ráðgjöf við Háskóla Íslands árið 2013. Nið- urstöður hennar eru þær að stuðningur- inn er mjög misjafn eftir sveitarfélögum, ef hann er þá til staðar. Tækifæri barna til æfinga er að sama skapi ójöfn. Eins og fram kemur í könnun UMFÍ get- ur stuðningur sveitarfélaga birst með mis- munandi hætti. Hann getur verið í formi beins fjárstyrks til foreldra eða foráða- manna barna og ungmenna í formi inn- eignar eða frístundastyrks, fjárframlags til íþrótta- og ungmennafélaga, sem sjá þá um alla íþrótta- og tómstundaþjónustu sveitarfélagsins en líka í formi húsnæðis- styrkja. Misháir frístundastyrkir tíðkast á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni er stuðningurinn í formi frístundastyrkja, inneignar og með beinum fjárframlögum til íþróttafélaga. 69 sveitarfélög með stuðning Þegar Agnes gerði rannsókn sína studdu aðeins fimm sveitarfélög börn og ungl- inga ekki á nokkurn hátt. Af þeim 69 sem studdu íþrótta- og tómstundaiðkun ung- menna á einhvern hátt gerðu 27 sveitar- félög það með beinum fjárstyrkjum. Inni í þeim fjölda voru ekki þau sveitarfélög sem buðu upp á sund án endurgjalds. Agnes sagði niðurstöðurnar sýna að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og þau stærri líka beini stuðningi sínum frekar til einstaklinga en sveitarfélög á lands- byggðinni styðji íþrótta- og tómstunda- iðkun frekar almennt. Framboð íþrótta og tómstunda er mis- jafnt eftir landshlutum og virðist fara nokk- uð eftir búsetu. Sveitarfélögin eru ekki lög- bundin til að taka þátt í niðurgreiðslu á þátttöku barna og unglinga í íþróttum og tómstundum og er verðlagningin með ýmsu móti. Agnes segir niðurstöðurnar hafa komið mjög á óvart. Í upphafi rannsóknar hafi hún talið að sveitarfélög væru lögbundin til að veita stuðninginn, eins ef eitt barn fengi hann þá hlytu öll börn að njóta þess sama. Annað kom á daginn. Komin út á land „Mér finnst mikilvægt að börn, hvar sem þau búa, hafi sambærilega möguleika á því að stunda íþróttir. Það er ekki raunin. Þótt sveitarfélög úti á landi bjóði ekki öll upp á frístundastyrki heldur beinan fjár- stuðning við íþróttafélög í sveitarfélaginu þá er framboðið takmarkað, stundum aðeins hópíþróttir og áherslan jafnvel á eina grein umfram aðra,“ segir hún. Agnes var búsett í Reykjavík þegar hún vann lokaverkefni sitt árið 2013. Eftir út- skrift fluttist hún vestur í Stykkishólm og er hún þar íþrótta- og tómstundafulltrúi bæjarins og í forsvari fyrir 149 grunnskóla- börn. Fjölbreytni er kostur Agnes bendir á að mikilvægt sé að börn finni sig í íþrótta- og/eða tómstundastarfi þar sem slíkt sé mikilvæg forvörn. Eins og flestir vita er körfubolti í háveg- um hafður í Stykkishólmi og hafa körfu- boltaliðin skarað fram úr á landsvísu. Körfu- bolti er þó ekki fyrir alla. Æfingar í körfu- bolta standa öllum aldursflokkum til boða oft í viku og á móti er boðið upp á fótbolta og frjálsar íþróttir en alls ekki eins oft. Þá er Börnin fá misjöfn tækifæri Agnes Helga Sigurðardóttir Íþrótta- og tómstundaþátttaka barna og unglinga:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.