Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 40
40 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Samtökin Nordisk samorganisation for ungdomsarbejde, eða NSU, eru samtök ungmennafélaga á Norður- löndunum. Samtökin voru stofnuð árið 1946 og samanstanda í dag af tólf aðildarfélögum og fjórum samstarfsfélög- um. Heildarfjöldi meðlima er um 700.000 einstaklingar. Á vettvangi samtakanna er unnið mikið af sameiginlegum verkefnum sem tengja Norðurlöndin saman. Má þar nefna ungmennaskipti, ungmennavikur, markmiðsráðstefnur og ungbændaráð- stefnur. UMFÍ hefur verið aðili að samtök- unum frá upphafi og tekið góðan þátt í verkefnum samtakanna. Jafnframt hefur UMFÍ átt fulltrúa í stjórn samtakanna í gegnum árin. Hanne Müller þökkuð vel unnin störf hjá NSU Á aðalfundi samtakanna í september 2016 var Hanne Müller, fyrrum framkvæmda- stjóra samtakanna, þakkað fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. „Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og það hefur verið gefandi að fást við ólík verkefni,“ sagði Hanne þegar hún þakkaði fyrir sig. Hanne hefur verið viðloðandi NSU í um áratug, fyrst fyrir hönd DGI, systursamtaka UMFÍ, og síðar sem starfsmaður. Í þakkar- ræðu sinni rifjaði Hanne upp verkefni eins og leiðtogaskóla á Grænlandi sem fjallaði um loftslagsbreytingar og námskeið á Helsingjaeyri 2012 þar sem 30 ungmenni veltu fyrir sér framtíð samtaka sinna á skap- andi hátt sem lauk með stórri ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Breytingar á stjórn NSU Á aðalfundi samtakanna var í fyrsta skipti kosið eftir nýju stjórnarfyrirkomulagi og náði Jörgen Nilsson, frambjóðandi UMFÍ, kjöri. Pia Nurmio-Perälä frá Finnlandi hlaut endurkjör sem formaður. Aðrir í stjórn eru þau Sven Wamser frá SDU í Slésvík, Hjördis Gaard frá FUR í Færeyjum og Rene Mejer Lauritsen frá 4H í Danmörku. Á fundinum var jafnframt samþykkt starfsáætlun fyrir árið 2017. Stærstu verk- efnin verða leiðtoganámskeið í Turku í Finnlandi í febrúar, evrópsk ráðstefna í Búdapest í Ungverjalandi ásamt fleirum í maí og ráðstefna í Kaupmannahöfn seinni hluta árs. Málefni innflytjenda og flótta- manna verða í brennidepli á viðburðunum þremur. Horfið verður frá hinum hefð- bundna leiðtogaskóla og ungmennavik- um NSU en ýmsir viðburðir eru í gangi á vegum aðildarfélaga samtakanna sem samtökin hafa hug á að bjóða norrænum gestum til. Skrifstofa NSU flyst til Helsinki Um áramótin flyst skrifstofa NSU til Helsinki í Finnlandi þar sem Anna-Emilie Lindberg hjá Finlands Svenska Ungdoms- förbund (FSU) verður nýr starfsmaður. Um leið lýkur löngu samstarfi við ISCA sem hýst hefur skrifstofu NSU um áraraðir. Frá vinstri: Hanne fráfarandi framkvæmdastjóri, Pia formaður og Anne verðandi framkvæmdastjóri. Þekkir þú NSU?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.