Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 11
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 11 Lifandi skjal Markmiðið með þessari samantekt er ekki að draga ályktanir eða kom- ast að einni tiltekinni niðurstöðu. Það er fremur að ná upplýsingunum saman með það fyrir augum að sjá samanburðinn á milli sveitarfélaga en meta kosti og galla mismunandi útfærslu á stuðningi sveitarfélaga við skipulagt íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna. Erfitt er að henda reiður á umfangi frístundastyrkja og niðurgreiðslu á skipulögðu íþrótta- og tómstunda- starfi barna og unglinga. Við hjá UMFÍ ákváðum því að búa til lifandi skjal sem aðgengilegt er á vefsíðu UMFÍ, www.umfi.is. Þar eru jafnframt ítarlegri upplýsingar um stuðninginn fyrir einstök sveitarfélög. Sveitarfélag Styrkur 2016 Aldur Höfuðborgarsvæðið Garðabær 30.000 5–18 ára Hafnarfjarðarkaupstaður 36.000 6–18 ára Kjósarhreppur Kópavogsbær 37.000 5–18 ára Mosfellsbær 27.500 5–18 ára Reykjavíkurborg 35.000 6–18 ára Seltjarnarnesbær 50.000 6–18 ára Suðurnes Grindavíkurbær * Reykjanesbær 15.000 6–16 ára Sandgerðisbær 30.000 4–18 ára Sveitarfélagið Garður 30.000 4–18 ára Sveitarfélagið Vogar 10.500 0–16 ára Vesturland Akraneskaupstaður 25.000 6–17 ára Borgarbyggð 20.000 Dalabyggð Eyja- og Miklaholtshr. Grundarfjarðarbær 0 Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit 40.000 0–18 ára Skorradalshreppur 0 Snæfellsbær * Stykkishólmsbær 0 Vestfirðir Árneshreppur 0 Bolungarvíkurkaupstaður 20.000 0–20 ára Ísafjarðarbær * Kaldrananeshreppur 30.000 Reykhólahreppur 15.000 5–17 ára Súðavíkurhreppur Strandabyggð 0 Tálknafjarðarhreppur 0 Vesturbyggð * Norðurland vestra Akrahreppur Blönduósbær Húnaþing vestra 17.000 6–18 ára Húnavatnshreppur Skagabyggð Sveitarfél. Skagafjörður 8.000 6–18 ára Sveitarfél. Skagaströnd 15.000 6–16 ára. Stuðningur sveitarfélaga við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf Sveitarfélag Styrkur 2016 Aldur Norðurland eystra Akureyrarkaupstaður 16.000 5–17 ára Dalvíkurbyggð 21.600 1 6–18 ára Eyjafjarðarsveit 30.000 2 6–17 ára Fjallabyggð 9.000 4–18 ára Grýtubakkahreppur Hörgársveit 12.000 Langanesbyggð Norðurþing 0 5–17 ára Skútustaðahreppur Svalbarðshreppur Svalbarðsstrandarhreppur 17.000 3 Tjörneshreppur 0 Þingeyjarsveit Austurland Borgarfjarðarhreppur Breiðdalshreppur 50.000 0–16 ára Djúpavogshreppur 0 Fjarðabyggð 0 Fljótsdalshérað 0 Fljótsdalshreppur 6.000 Seyðisfjarðarkaupstaður 0 Vopnafjarðarhreppur 0 Suðurland Ásahreppur 50.000 0–18 ára Bláskógabyggð * Flóahreppur 20.000 Grímsnes- og Grafningshr. 30.000 6–18 ára Hrunamannahreppur 20.000 6–16 ára Hveragerðisbær 15.000 0–18 ára Mýrdalshreppur 0 Rangárþing eystra 0 Rangárþing ytra 0 Sveitarfél. Hornafjörður 40.000 6–18 ára Skaftárhreppur Skeiða- og Gnúpverjahr. 55.000 0–18 ára Sveitarfélagið Árborg 15.000 5–17 ára Sveitarfélagið Ölfus 0 Vestmannaeyjabær 0 1) 1.800 pr. mán. (allt að 3 greinar). 2) Styrkir 20.000 og niðurgreiðsla 10.000. 3) Fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. * Skýringar Ísafjarðarbær: Þessu er svipað háttað í Ísafjarðarbæ og í Grinda- vík. Ekki eru greiddir frístundastyrkir heldur er samningur við hér- aðssambandið og íþróttir og tómstundir mikið niðurgreiddar. Börn í 1.–4. bekk geta valið allar greinar sem í boði eru en greiða ein- ungis kr. 8.000 fyrir önnina. Í eldri bekkjum er gjaldið hærra en samt mun lægra en gengur og gerist vegna styrks sveitarfélags- ins. Þá geta börn í 1.–4. bekk tekið þátt í fríu tómstundastarfi klukkutíma á dag á skólatíma. Í ár er boðið upp á jóga, dans, úti- vist, frjálsan leik og frístundafjör svo eitthvað sé nefnt. Þetta skipu- lag kemur mjög vel út fyrir alla aðila. (Framhald á bls. 12) Svona var könnunin gerð UMFÍ sendi fyrirspurn í tölvupósti á tengiliði allra sveitarfélaga lands- ins. Í fyrsta lagi var spurt hvort boð- ið væri upp á frístundakort eða nið- urgreiðslu á íþróttastarfi barna og ungmenna í viðkomandi sveitar- félagi. Í öðru lagi var spurt, ef um styrk var að ræða, hvað hann væri hár á önn eða ári. Svör bárust í tölvu- pósti ýmist frá bæjarstjóra, sveitar- stjóra, oddvita eða tómstundafull- trúa sveitarfélagsins. Af þeim 74 sveitarfélögum sem fyrirspurnin var send til bárust svör frá 58 sveitarfélögum. Ef beðið var lengi eftir svörum var ítrekun send. Svörin voru misítarleg. Hringt var eftir nokkrum svörum og viðtöl tekin við þá sem tjá sig hér í umfjölluninni. Dæmi um svör við spurningum UMFÍ: Árneshreppur á Stöndum „Við erum ekki með frístundastyrki fyrir börn í hreppnum, börnin eru mjög fá. En við styrkjum ýmis verk- efni sem þeim standa til boða, s.s. danskennslu, keppnisferðir og skóla- selsferðir. Þetta er ekki með reglu- bundnum hætti þar sem börnin eru á misjöfnum aldri frá ári til árs. Nú hafa orðið miklar breytingar í skólastarfinu þar sem skipti um áhöfn nú fyrir skömmu og því er ekki með öllu ljóst hvernig málum verður háttað framvegis.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.