Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 19
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19 H já Evrópu unga fólksins (EUF) er hægt að sækja um fjölda nám - skeiða yfir árið. Snemma í sumar sá ég eitt slíkt auglýst og ákvað að sækja um. Ég var heppin því um haust - ið fékk ég svar um að umsókn mín hafði verið samþykkt. Námskeiðið sem ég sótti um var TOOL FAIR XI og fór fram dagana 7.–12. nóvember á eyjunni Möltu í Miðjarðarhafi. Í stuttu máli snerist námskeiðið um að kynna ýmis verkfæri eða tól sem einstakl- ingar eða félagasamtök sem starfa með börnum og ungmennum geta notað í tengslum við óformlegt nám. Á nám- skeiðinu var sérstök áhersla á börn sem hafa orðið út undan í minnihlutahópum, börn flóttafólks, innflytjenda og hælisleit- enda, þ.e. hvernig er hægt að auðvelda þessum hópum að aðlagast nýju sam- félagi. Alls tóku 126 þátttakendur frá 36 löndum þátt í námskeiðinu, að mestu sjálfboðaliðar sem sinna ýmsum verkefn- um í ólíkum félagasamtökum. Slagorð námskeiðsins var #readyfortheroad. Verkfærakistan Dagskráin var mjög þétt og stóð frá kl. 9 á morgnana og fram á kvöld. Alls voru um sextíu mismunandi verkfæri eða tól (Enska orðið Tool eða verkfæri/tól var yfirskrift námskeiðsins) kynnt en hverjum þátt tak- anda gafst tækifæri á að velja um fimm mál stofur og fá þannig góða kynningu á ákveðnu verkfæri. Jafnframt fóru fram fjórir fyrirlestrar til þess að kveikja áhuga og dýpka skilning þátttakenda á viðfangsefni og markmiðum námskeiðsins. Til viðbótar fór fram svokallaður markaður þar sem öll - um þátttakendum gafst tækifæri til að kynna sín eigin verkfæri fyrir öðrum þátt- takendum. Samskipti með tónlist Þær málstofur sem ég valdi voru ákaflega mismunandi. Í einni þeirra var þátttakend- um kynnt hvernig hægt er að eiga sam- skipti við annað fólk án orða ýmist með því að nota tónlist eða leik. Í annarri var sýnt hvernig borðspil nýtist til að kveikja áhuga fólks á sögu og auka þekkingu þátttakenda. Í þeirri þriðju var svo farið yfir hvernig hægt er að nýta brúður til þess að auka skilning barna á ákveðnum málefn um og styrkja bæði börn og ung- menni til þess að opna sig og tjá sig. Í fjórðu mál stofunni var kynnt hvernig hægt er að útbúa rými/herbergi með ákveðinni sögu sem þátttakendur eiga síðan að reyna að sleppa út úr með því að leysa ýmsar ólíkar þrautir og verkefni. Í fimmtu málstofunni voru kynntir leikir og æfingar fyrir hópa þar sem notast þarf við mörg tungumál. Í matarhléum og skoðunarferðum var ekki slegið slöku við. Þar spjölluðu þátttakendur saman um heima og geima, um störfin í heima- landinu, aðstæður og tækifæri. Innflytjendur í skipulagt íþróttastarf UMFÍ vinnur statt og stöðugt að því að gera hlutina vel og stíga það aukaskref sem þarf til að gera gott starf betra. Til- gangur umsóknar minnar um námskeið- ið á Möltu var liður í undirbúningi í þeim áformum UMFÍ að auka þátttöku inn- flytjenda og barna þeirra í skipulögðu íþróttastarfi. Íþróttir eru ákjósanleg leið. Reglur í boltan um eru einfaldar og leikur- inn skemmtileg ur og því eiga bæði börn og fullorðnir auðvelt með að kynnst hvert öðru á jafningjagrundvelli. Þátttak- an og gleðin sem þátt taka í íþróttum með öðrum felur í sér dregur svo úr hætt- unni á félagslegri einangrun. Verkefnið er komið nokkuð á veg og er stefnt að því að kynna það betur í byrjun nýs árs. Ég hvet alla þá sem starfa með börn- um og ungmennum til þess að kynna sér þau fjölmörgu námskeið sem auglýst eru á heimasíðu EUF (www.euf.is). EUF styrk- ir 90% af ferðakostnaði þátttakenda frá heimili til heimilis. Styrkurinn nýtist þeim sem vilja stíga út fyrir þægindarammann og ferðast til annarra landa, kynnast nýju fólki, auka þekkingu sína og víðsýni og þroskast. Eftir námskeiðið á ég heimboð til margra landa sem ég get ekki beðið með að nýta mér til þess að auka þekk- ingu og vinskap enn frekar. Evrópa unga fólksins opnar dyr Evrópa unga fólksins (EUF) er rekin af UMFÍ í samstarfi við Mennta- og menningarmála- ráðuneytið og framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. EUF veitir styrki úr Erasmus+ sem er mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Þar eru ýmsir styrkir í boði sem geta gagnast í starfi með ungu fólki. Verkefnin sem EUF styrkir eru m.a. ungmennaskipti, EVS sjálfboðaliðaverkefni, þjálfun aðila í æsku- lýðsstarfi, yfirfærsla þekkingar, nýsköpun í æskulýðsstarfi, frumkvæði ungs fólks og fundir ungs fólks og ráðamanna. Ítarlegri upplýsingar á: www.euf.is. Hver stóð fyrir ráðstefnunni? Ráðstefnan Tool Fair var ellefta slíka ráðstefnan sem fer fram á vegum SALTO-YOUTH, stuðn- ingsskrifstofa æskulýðshluta Erasmus+. SALTO-YOUTH býður upp á möguleika á þjálfun og samstarf með það fyrir augum að auka þekk- ingu og mat á óformlegu námi. Markmiðið með SALTO-námskeiðum er að undirbúa og hvetja þátttakendur til að miðla upplýsingum áfram, en fá auk þess tækifæri til að vinna áfram með við- fangsefnin sem SALTO-námskeiðin fjalla um. Þetta veitir þátttakendunum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar og verkefni innan áætlunar- innar. Ítarlegri upplýsingar á: www.salto-youth.net

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.