Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Á vefsíðunni má lesa fjölmarga pistla frá íþróttamönnum, þjálf- urum og fleiri sem vinna með börnum og ungmennum. Hér eru ráð úr völdum pistlum. „Það er persónu- bundið hvort fólk kýs að velja sér raunhæfari mark- mið sem eru inn- an seilingar eða draumkennd markmið sem kannski er langsóttara að ná. En það er allavega á hreinu að markmiðin nást ekki, sama hversu stór þau eru, ef þau eru ekki mótuð og skilgreind í huga manns.“ – Hannes Þór Hall- dórsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. „Bestu æfingarnar eru þær þar sem við skiljum allar óþarfa hugsanir eftir við dyrnar og sökkvum okkur ofan í viðfangsefnið. Við þurfum öll einhverja leið til að kveikja á þessu hugarástandi. Mín leið er hneigingin. Hvað notar þú?“ – María Helga Guðmundsdóttir, bikarmeistari í karate. Sýnum karakter er langtímaverkefni sem byggir á stöðugri söfnun og miðlun upp- lýsinga til að gera gott starf með börnum og ungmennum enn betra. Verkefnið hefur það aðalmarkmið að þjálfa sálræna og félagslega færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmynda- fræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. Grunnhugmyndin að verkefninu kemur frá dr. Viðari Halldórssyni, félagsfræðingi við Háskóla Íslands, og Valdimar Gunnars- syni hjá UMSK. Á undanförnum misserum hefur verkefnið verið prófað og þróað inn- an UMSK og er nú svo komið að stærstu íþróttahreyfingar Íslands, Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands (ÍSÍ), hafa tekið höndum sam- an um það að koma verkefninu á framfæri út í íþróttahreyfinguna. Verkefninu var ýtt úr vör með stórri ráð- stefnu 1. október síðastliðinn þar sem frá- bærir fyrirlesarar tóku þátt og fjölluðu um ýmsa þætti sem varða sálræna og félags- lega þjálfun. Ráðstefnan tókst með ein- dæmum vel og fór fjöldi þátttakenda fram úr björtustu vonum. Í lok nóvember var önnur ráðstefna haldin í Háskólanum á Akureyri og mættu um 180 þátttakendur. Áhersla var lögð á fyrirlesara af svæðinu sem tengir félögin á Norðurlandi enn frek- ar við verkefnið. Verkefnið Sýnum karakter er rétt að byrja enda mörg tækifæri fyrir íþróttahreyfing- una til að gera gott starf betra. Nú þegar Hver er reynsla þín af þjálfun sálrænna og félagslegra þátta? Veistu um rannsóknir, greinar eða dæmi sem geta gagnast öðrum? Sendu okkur línu á synumkarakter@synumkarakter.is Sýnum karakter bætir starfið í félögunum hafa nokkur félög tekið Sýnum karakter markvisst inn í sitt starf og vinna með verk- efnið í öllu starfi sínu. Á þann hátt tryggja félög enn frekar að allir þjálfarar gefi öllum börnum sömu jákvæðu og uppbyggilegu skilaboðin, hvort sem barnið æfir eina íþrótt eða fleiri. Á heimasíðu Sýnum karakter má lesa pistla frá einstaklingum sem starfa við eða koma að þjálfun barna á einn eða annan hátt. Mynd að ofan: Aðstandenur ráð- stefnunnar Sýnum karakter sem hald- in var í Reykjavík 1. október sl. Valdimar Gunnars- son, framkvæmda- stjóri UMSK, flytur ávarp. Pálmar Ragnars- son, Jónína Margrét Guðbjarts- dóttir, Dagný Linda Kristjánsdóttir og Sævar Árnason voru á ráðstefn- unni á Akureyri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.