Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands UMFÍvinnur nú að því að koma á fót útivistar- og íþróttalýðháskóla á Íslandi sem byggi á óformlegu námi með nálgun danska prestsins Nikolai Frederik Severin Grundvig, föður lýðháskóla hugmyndafræðanna, að leiðarljósi. Dagana 31. október til 4. nóvem- ber fór sjö manna hópur á vegum UMFÍ til Danmerkur með stuðningi frá Evrópu unga fólksins og kynnti sér tvo lýðháskóla. Hópurinn fór til Danmerkur með það markmið að afla sér þekkingar frá tveimur lýðháskólum, þ.e. Vejle og Gerlev, og flytja þekkinguna heim. Áhersla var lögð á inn- viði skólanna, faglega nálgun þeirra á fram- setningu, námsframboð, rekstur og stefnu- mótun námsins. Nauðsynlegt er að vanda vel til verka þegar kemur að því að stofna nýjan skóla, undirbúa námið, framsetningu þess, heildarmarkmið og áherslur. Staða mála í dag Umræðan um lýðháskóla á Íslandi hefur farið fram um árabil en segja má að nú sé hún komin á annað stig sem grundvallast af nokkrum þáttum. Fyrst ber að nefna tillögu til þingsálykt- unar um lýðháskóla. Þar segir: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmála- ráðherra að hefja vinnu við gerð frum- varps til almennrar löggjafar um lýðhá- skóla á Íslandi. Markmið löggjafarinnar verði að gera lýðháskóla að viðurkennd- um valkosti í menntun sem njóti laga- legrar umgjarðar og stuðnings hins opin- bera. Við vinnuna verði horft til þess fyrir- komulags sem gildir um starfsemi lýðhá- skóla annars staðar á Norðurlöndum. Ráð- herra leggi fram frumvarp eigi síðar en á vorþingi 2016.“ Allsherjar- og menntanefnd hefur feng- ið UMFÍ til álitsgjafar á ályktuninni, bæði þar sem UMFÍ hefur verið leiðandi afl í mál- efnum ungs fólks um árabil og einnig lengi stutt íslensk ungmenni til námsdvalar við lýðháskóla í Danmörku. Af hverju Vejle og Gerlev? UMFÍ hefur átt í nánu samstarfi við báða skólana síðastliðin ár. UMFÍ hefur gert samning við Højskolernes Hus varðandi móttöku á íslenskum ungmennum til náms ytra og hafa þessir skólar verið mjög Lýðháskóla heim vinsælir meðal íslenskra ungmenna. Sam- starfið hefur verið gott og farsælt og skólarnir báðir hafa heimsótt UMFÍ reglu- lega. UMFÍ hefur einnig kynnt skólana vítt og breitt, bæði í eigin miðlum og á formlegum kynningum, fyrir ungmenn- um á Íslandi. Báðir skólarnir búa yfir góðri faglegri þekkingu á starfi lýðháskóla og áralöng saga og hefð er til staðar. Skólarnir eru ólíkir og námsframboð þeirra mjög ólíkt þó báðir séu í grunninn með íþróttir og útivist sem aðalfög. UMFÍ veitir styrki til náms UMFÍ veitir ungu fólki, sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku, styrk fyrir árið 2017. Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjón- deildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leið- togahæfileika sína um leið. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2017.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.