Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands „Það er erfitt að hætta að hreyfa sig. Maður skuldar alltaf líkamanum hreyfingu,“ segir íþróttamaðurinn og eldri borgarinn Sigurður Haraldsson Hann er einn af stofnfélögum Ungmenna félagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði og annar af tveimur heiðursfélögum félagsins. Hann spilaði lengi knattspyrnu með félaginu, auk þess að taka þátt í ýmsum öðrum greinum. Sigurður gerði hlé á íþróttaiðk- un sinni þegar hann fluttist suður til Reykjavíkur og Danmerk- ur á þrítugsaldri og reimaði ekki á sig íþróttaskónna fyrr en hann komst á aldur. Heimsmeistari 85 ára Sigurður hefur náð afspyrnugóðum árangri með öldungum í frjálsum og kom heim með þrjú gull og heimsmeistaratitla í sleggjukasti, lóðkasti og kringlukasti auk silfurs í spjótkasti og kúluvarpi af heimsmeistaramóti öldunga í frjálsum í Búdapest í Ungverjalandi árið 2014. Þessum árangri náði Sigurður í flokki 85 ára og eldri. Sigurður hefur glímt við bakmeiðsli lengi og ætlaði að leggja skóna á hilluna á þessu ári. Hann hefur hins vegar dregið í land með það og æfir enn frjálsar íþróttir með öldungum fjórum sinnum í viku. „Ég hryggbrotnaði þegar ég var að byrja seinni ferilinn fyrir 20 árum, rann þegar ég var að kasta spjóti og fóru við það tveir hryggjarliðir. Bakið var spengt upp. Ég hef verið að keppa á öllum innanlandsmótum þar til í sumar þegar ég fór að finna fyrir hreyfingu í járndraslinu í bakinu og verkj um og dró mig í hlé,“ segir Sigurður sem hefur keppt á öllum Landsmótum UMFÍ 50+ nema í sumar. Hann útilokar ekki að mæta á næsta ári. „Ef þetta grær almennilega og verður orðið þokkalegt þá kem ég aftur.“ Vill sjá fleiri aldraða æfa íþróttir Sigurður telur fólk hætta of snemma í íþróttum á Íslandi eða á milli tvítugs og þrítugs. Mikilvægt sé að halda sér við. En svo sé gaman og gott að finna þörfina aftur og hreyfa sig á ný á efri árum eins og hann sjálfur gerði. „Þegar ég hætti að vinna fyrir tæpum 20 árum þá fékk ég spurnir af því að gamlir íþróttamenn væru að æfa saman. Ég kannaðist við þá og fór að fikta við að æfa aftur í frjálsum í Reykjavík. Ég fann fljótt að ég ætti eitthvað eftir og aðlagaðist hópnum,“ segir Sigurður en hann hafði þar til á þessu ári keppt fjórum sinnum á ári í mótum auk Landsmóts UMFÍ 50+. Sigurður er elstur í hópi öldunga sem æfir frjálsar. Sá næstelsti er 85 ára og aðrir yngri. Sigurður segir leiðinlegt hversu litla um fjöllun og athygli íþróttir aldraðra fá í fjöl miðlum. Tækju fleiri eftir því og mögu- leik unum sem aldraðir hafa þá myndu fleiri æfa íþróttir. „Þegar menn hætta að vinna þá hafa þeir tíma og finna þörf fyrir því að hafa félagsskap. Hann er dýrmætur til að brjóta upp daginn. Það þýðir ekkert að leggjast fyrir, þá fer maður að hrörna,“ segir Sigurð ur Haraldsson. Fólk hættir of snemma að leika sér Stoltir af Sigurði og Skúla Sigurður Haraldsson er einn af stofnfélögum Ungmennafélagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði en það var stofnað árið 1940. Hann er annar af tveimur heiðurs- félögum þar og hefur fram til þessa farið austur á hverju sumri. Í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði er veggur með verðlaunapeningum og bikurum sem Sigurður hefur fengið á ferli sínum. Stefnt er að því að á veggnum verði sett mynd af honum þegar hann sneri heim með heimsmeistaratitilinn árið 2014. Fáskrúðs- firðingar halda ekki síður í heiðri afrekum annars íþróttamanns í íþróttahúsinu. Sá er kraftlyftingakappinn Skúli Óskarsson, sem var fyrsti Íslendingurinn sem setti heimsmet í viðurkenndri íþrótt. Sigurður Haraldsson hefur ekki keppt á móti erlendis síðan í Búdapest árið 2014 en vonast til að snúa aftur til keppni þegar hann lagast í bakinu sem hefur angrað hann í 20 ár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.