Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.2016, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélag Íslands. Fyrir hvað stendur það? Í hugum margra af yngri kynslóðinni er félagið samtök gamalla karla og kerlinga sem halda að þau séu kúl. Þetta er gamaldags. En samt er töff að vera í íþróttafélagi eða í einhverjum klúbbum. Er þetta raunveruleikinn? Ég vona ekki. Í huga mínum er ungmennafélag félagsskapur þar sem fólk á öllum aldri, með ólíkar þarfir á ýmsum sviðum, getur unnið saman að áhugamálum sínum, hvort sem það eru félagsmál, íþróttir eða eitthvað annað sem snertir lýðheilsu og heilbrigðan lífsstíl. Ef litið er til baka þá voru ungmenna- félögin stofnuð af ungu og þróttmiklu fólki sem vildi koma hugðarefnum sínum á framfæri. Þau voru vettvangur til að hitt- ast, skiptast á skoðunum, hafa félagsskap hvert af öðru og hvetja til hreyfingar. Þessi félög voru með dansæfingar, settu upp leikverk, stunduðu íþróttir og margt fleira gagnlegt. Það má alveg segja að þetta fólk hafi verið langt á undan sinni samtíð – allavega áratugum áður en kyrr seta tók að aukast verulega sem varð til þess að við urðum að setja verkefni á borð við Hreyfiviku UMFÍ af stað. En eitthvað er til í öllu umtali. Þeir sem starfa innan ungmennafélaganna eldast eins og aðrir. Yngra fólk þarf að taka við keflinu. Spurn ingin vaknar auðvitað um það, hvernig það eigi að fara fram. Erum við sem eldri erum tilbúin að láta yngri kynslóðina taka við? Ég held það, allavega vona ég að ekkert okkar haldi of fast í sitt. Núna er víða verið að stofna ungmenna- ráð, bæði innan ungmennafélaga og einnig hjá sveitarfélögum, því að rödd unga fólksins á að heyrast. En það er ekki nóg að stofna ungmennaráð. Við þurfum að virða unga fólkið okkar og skoðanir þeirra og vera tilbúin til að hlusta og taka mark á athugasemdum þeirra. Þetta er stór hópur kraftmikils fólks með sterkar UMFÍ veitir ungu fólki tækifæri til að blómstra skoðanir á öllu á milli himins og jarðar. Ungt fólk hefur oft aðra sýn á hlutina held - ur en við sem eldri erum – og býr yfir þekk - ingu til að nýta sér tæknina til upplýs inga - öflunar. Möguleikarnir og þær leiðir sem ungt fólk getur nýtt sér eru nánast án tak- markana. Þau eru óhrædd við að skoða hvað aðrir gera og nýta sér hugmyndir annarra í stað þess að standa þvermóðsku- lega föst á sínu. Ungt fólk veit að það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið, enda er löngu búið að því. Við sem vinnum með börnum og ungl- ingum þurfum að vanda okkur. Nýtum okkur ákafa ungmenna en drepum ekki niður áhuga þeirra, vinnum saman með hugmyndir þeirra innanborðs og reynslu okkar. Þegar reynslan, hugmyndaauðgin og krafturinn koma saman þá getur nið- urstaðan ekki orðið neitt annað en góð og farsæl til framtíðar. Ef okkur tekst vel til með börnin og unglingana trúi ég ekki öðru en að upp vaxi sterk kynslóð ungmenna sem tekur við keflinu í ungmennafélagshreyfing- unni. Við getum verið stolt af því. Leyfum unga fólkinu að blómstra – og þá blómstrum við öll. Ragnheiður Högnadóttir, stjórnarmaður UMFÍ Leiðari Skinfaxa: Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmanna- helgina 2017. Mótið var síðast haldið á Egilsstöðum árið 2011 en verður nú haldið á ný, og sem fyrr í umsjá Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í sam- starfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Unglingalandsmót UMFÍ var fyrst haldið á Dalvík árið 1992 og því verður mótið á Unglingalandsmót UMFÍ 2017 Egilsstöðum 25 ára afmælismót. Við bætist að þetta verður tuttugasta árlega mótið, en þau voru haldin á tveggja ára fresti í byrjun. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Mótið er öllum opið á aldrinum 11–18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki. Sjáumst í Hveragerði á Jónsmessunni 2017 Næsta Landsmót UMFÍ 50+ verður í Hveragerði dagana 23.–25. júní 2017. Landsmótsnefndin er þegar komin af stað við undir- búning mótsins. Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði, er formaður lands- mótsnefndar. Gísli segir mótið verða skemmtilegt eins og alltaf og boðið verði upp á fjölda líflegra og krefjandi keppnisgreina. Hann nefnir m.a. að umhverfið sé fallegt í Hveragerði og margar skemmtilegar gönguleiðir í boði. Mörg gistiheimili og hótel eru í bænum auk tjaldstæða fyrir þá sem þau kjósa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.